Tag Archives: Kyrrð

Virðing vekur virðingu.

img-coll-0277

Eins og við höfum flett ofan af, síðan Þjóðveldið var endurreist í júní 2013, þá hélt það velli til 1662, að því var vikið til hliðar af viðbjóðslegu og sönnuðu samsæri. Þegar ég samdi bókina „Endurreist Þjóðveldi 2013“ óraði mig ekki fyrir hversu mikla dýpt ég hafði dottið niður á, ég hafði fátt til hliðsjónar annað en draum Fjallkonunnar, örfáar fálmkenndar sýnir, sterka siðferðiskennd og hugmyndir um menningu okkar sem … Lesa meira


Heiðríkja hugarlandsins

tviburar

Eins og Álfar vita og ýmsa mennska grunar, hef ég dregið úr stöðuuppfærslum um gang mála hérlendis og erlendis og snúið mér meira að málefnum sem máli skipta fyrir Sálina og fyrir vikið ekkert að fylgjast með fréttamiðlum svo þeir æsi ekki upp víkinginn í karlinum. Síðustu tvo daga hef ég þó skimað almenna vegginn öðru hvoru og hvaða fréttum er verið að deila áfram. Sé mér til undrunar að … Lesa meira


Hugarmynstur nútímans

img-coll-1019

Fyrir meira en tveim árum hætti ég að horfa á sjónvarp með öllu. Reyndar hef ég slakað örlítið á síðustu mánuði og lít á stöku bíómynd, líklega tvisvar til þrisvar í mánuði. Mig langar í kjölfarið að skauta smávegis út á hálan ís með kenningu sem kraumar í mér. Upphaflega átti þetta sjónvarpslausa tímabil aðeins að vara frá ágúst mánuði og til jóla. Ástæðan var einföld, mig langaði að lesa … Lesa meira


Laumglymur andans

img-coll-0230

Á milli ellefu og hálfeitt á kvöldin kemur kyrrð. Þetta finnst best í bæjum og þorpum. Hið sérstaka við þetta er að umferðarniðurinn þagnar mun fyrr, eða á milli hálfníu og hálftíu. Fyrst niðurinn úr umferð er löngu horfinn, þegar kyrrin kemur, þá hlýtur að vera annað á ferð. Tvennt kemur til greina að mínu mati. Annars vegar fara flestir til náða á fyrrgreindum tíma. Líklega eru þrír fjórðu mannfjöldans … Lesa meira


Óskaplega einmana

ferlid-005

Fólk er einmana, líka þeir sem hafa félagsskap. Enda engin furða, enginn hefur tíma til innihaldsríkra samskipta. Í dag eru samskipti mikið í farvegi smásetninga á Facebook og þegar spjallað er saman er það oftast í athugasemdum við sjónvarpið. Kannastu við fólk sem tekur „uppáhalds sjónvarpsþátt“ fram yfir samskipti við góðan vin? Talandi um sjónvarp. Er algengt að fólk ræði saman með sama hætti og í sápunum? Þegar barist er … Lesa meira


Ferli hins jákvæða vilja

ferlid-013

Nútímalíf er skemmtilega einkennilegt. Þunglyndi er daglegt líf margra. Reiði tröllríður heimilum. Vonleysi er viðvarandi víða. Yfirborðsmennska hefur meira vægi en gömul gildi. Draumar breytast í vonbrigði. Dómharka sjálfsögð en fyrirgefning erfið. Afar okkar og ömmur þurftu bréfaskriftir – sem tóku vikur – til samskipta við ástvini erlendis. Við höfum SMS og email. Fyrir einni kynslóð tók dagleið að ferðast frá Reykjavík til Akureyrar, á vondum vegum sem kallast þvottabretti. Í … Lesa meira


Draumar og innra líf

img-coll-0033

Manstu það sem þig dreymir á nóttinni? Eru draumar kannski bara rugl? Hefur þú lent í því að koma einhversstaðar og kannast við að það hafi gerst áður? Getur verið að þig hafi dreymt fyrir því? Getur verið að þú vitir hvernig líf þitt mun fara? Allir hafa upplifað að draumar þeirra rætist. Við höfum öll lent í því að tilveran skammtar oft meira en það sem við látum okkur … Lesa meira