Laumglymur andans

Á milli ellefu og hálfeitt á kvöldin kemur kyrrð. Þetta finnst best í bæjum og þorpum. Hið sérstaka við þetta er að umferðarniðurinn þagnar mun fyrr, eða á milli hálfníu og hálftíu.

Fyrst niðurinn úr umferð er löngu horfinn, þegar kyrrin kemur, þá hlýtur að vera annað á ferð. Tvennt kemur til greina að mínu mati.

Annars vegar fara flestir til náða á fyrrgreindum tíma. Líklega eru þrír fjórðu mannfjöldans sofnaðir í lok þessa tímabils.

Sem merkir tvennt: Annars vegar að kyrrð er komin á hugsanaflækjur fjöldans og hins vegar að samræðuflaumur í rafbylgjum farsíma einnig.

Getur það verið að þetabylgjur heilans, og aðrar ókannaðar bylgjur, nemi glym þegar síminn í vasanum ræðir við símamöstrin?

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.