Íslenzkur er Hálfálfur

Undanfarið hef ég sífellt betur séð, að við erum ekki tengd. Við Íslendingar sko! Látum vera þó við séum sífellt að rífast. Látum vera að við eyðum 200 milljónum í álstarf frekar en 5 milljónum í ferðastarf.

Látum vera þegar við beygjum okkur eftir sápunni þegar banki er í augsýn og að sjaldan er banki úr augsýn.

Ekki þarf að nefna pólitíkina. Öllum er ljóst að sú tík þarf meira en nammi og hlýðniþjálfun. Múll og gelding væri nær lagi en það má ekki rugga bátnum.

Svo er það andlega hliðin. Guðleysingjar, siðprúðir, og safnaðarfólk – öll þjóðin – sperrir eyrun við fréttum að handan. Engin er fjölskyldan sem ekki hefur ófreskan innanborðs.

Svo hvað er úrskeiðis? Hvers vegna er þjóðarsálin eins og álfur út úr hól á flestum sviðum en þó afburða snjöll?

Í morgun rann upp fyrir mér ljós. Niðri í fjöru af öllum stöðum. Ég var að týna grjót til að gera steinkarla og steinkerlingar: Við erum hálálfar! Við þurfum sálar-leiðréttingu. Við þurfum að viðurkenna að til hálfs erum við álfar frá landnámi, og til hálfs venjulegt fólk.

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.