Boltinn og risinn

Í spádómsbók Daníels er því lýst hvernig heimsveldi hins illa verða mölvuð af sigri hins góða. Þar er heimsveldunum líkt við risa. Lýsing á risanum er eftirfarandi:

32Höfuð líkneskis þessa var af skíru gulli, brjóstið og armleggirnir af silfri, kviðurinn og lendarnar af eiri, 33leggirnir af járni, fæturnir sums kostar af járni, sums kostar af leir.

Mismunandi er hvernig menn túlka drauminn.  Er þetta betur útskýrt í bók minni „Orðatal um Biblíuna.“

Nostradamus hefur lýst því hvernig Arabaheimurinn muni sameinast og hefja stríð á okkar tímum. Margir telja að þetta gerist rétt áður en risinn verði mölvaður.

Sé horft á Bandaríska heimsvaldastefnu sést skýr vilji þeirra til að kæfa Arabísku byltinguna í fæðingu og að þau trúa báðum spádómum, en leynifélögin sem stýra efnahagskerfi heimsins eru þeirrar trúar að þau séu boltinn sem mölvar fætur risans (einnig útskýrt í Orðatal).

Styrjaldasagan heimsins sýnir skýrt að hið öndverða gerist: Bandaríkin hafa ásamt Ísrael þjappað Múslímum saman með yfirgangi og auka hættuna á þriðju styrjöldinni.  Vesturveldin trúa að þau séu boltinn, en þau eru í raun gullhöfuðið. Vildi ég í þessu samhengi benda á tvær blogg færslur frá Adam Curtis um ófriðinn í Sýrlandi:

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.