Fyndinn aldursmunur

Ég skrapp í bankann s.s. venjan er um mánaðmót. Sat ég þar, tíundi í röðinni, og hafði gaman af að horfa á fólk og ímynda mér sögu þess. Þótti mér margir, á öllum aldri, æði hoknir.

Inn kom maður, hnarreistur og röskur, leit hann í kringum sig og horfði á fólk. Var hann greinilega vanur að lesa fólk og fljótur að fatta margt. Leit hann örsnöggt í augu mér og settist svo við hlið mína.

Ekki varð staðist að taka manninn tali eins og áður var siður. Innan skamms vorum við farnir að skellihlæja að fávisku hvors annars.

Hann áminnti mig um Þjóðveldis heimspekina og kenndi mér – grínlaust – gildi þess að hlæja að sjálfum sér. Þegar ég kvaddi lofaði ég sjálfum mér að eldast með lífsgleði hjartans og aldrei verða hokinn af innri trega.

Ég er 46 ára.
Hann er 92. ára.

 

This entry was posted in Ferli hins jákvæða vilja and tagged , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.