Tag Archives: Orðastunga
Daginn eftir hrun
Þegar hrunið kom á sínum tíma fæddust mér tvær hugmyndir, sem ég hef áður ritað um. Vissulega veit ég ekki hvort þær hefðu verið framkvæmanlegar. Daginn eftir að guð Geirs blessaði Ísland – því til eru margir guðir og Geir nefndi aldrei hvern þeirra hann ákallaði – hugsaði ég: „Banna skal útflutning á þeim hundruðum stórra vinnutækja sem brátt verða seld úr landi. Þjóðnýta alla fjármögnunarbanka jafnharðan og þeir falla. … Lesa meira
Opinber hugarhýt
Fjórar spennandi spurningar: Hvað er miklu eytt í tölvukaup á vegum hins opinbera. Hve mikið er eytt í hugbúnaðarkaup á vegum hins opinbera? Hversu mikið af hubúnaðarkaupum hins opinbera er erlendur hugbúnaður? Eftir hvaða stöðlum er farið við val á opinberum hugbúnaði? Er til svar við þessum spurningum? Er einhvers staðar til staðall fyrir gagnageymd Íslenska lýðveldisins? Eru til faglega skilgreindar aðferðir við þróun hugbúnaðar innan stofnana? Hvernig skyldi erlendur … Lesa meira
Fyndinn aldursmunur
Ég skrapp í bankann s.s. venjan er um mánaðmót. Sat ég þar, tíundi í röðinni, og hafði gaman af að horfa á fólk og ímynda mér sögu þess. Þótti mér margir, á öllum aldri, æði hoknir. Inn kom maður, hnarreistur og röskur, leit hann í kringum sig og horfði á fólk. Var hann greinilega vanur að lesa fólk og fljótur að fatta margt. Leit hann örsnöggt í augu mér og … Lesa meira
Boltinn og risinn
Í spádómsbók Daníels er því lýst hvernig heimsveldi hins illa verða mölvuð af sigri hins góða. Þar er heimsveldunum líkt við risa. Lýsing á risanum er eftirfarandi: 32Höfuð líkneskis þessa var af skíru gulli, brjóstið og armleggirnir af silfri, kviðurinn og lendarnar af eiri, 33leggirnir af járni, fæturnir sums kostar af járni, sums kostar af leir. Mismunandi er hvernig menn túlka drauminn. Er þetta betur útskýrt í bók minni „Orðatal um Biblíuna.“ … Lesa meira
Laumglymur andans
Á milli ellefu og hálfeitt á kvöldin kemur kyrrð. Þetta finnst best í bæjum og þorpum. Hið sérstaka við þetta er að umferðarniðurinn þagnar mun fyrr, eða á milli hálfníu og hálftíu. Fyrst niðurinn úr umferð er löngu horfinn, þegar kyrrin kemur, þá hlýtur að vera annað á ferð. Tvennt kemur til greina að mínu mati. Annars vegar fara flestir til náða á fyrrgreindum tíma. Líklega eru þrír fjórðu mannfjöldans … Lesa meira