Draumar og innra líf

Manstu það sem þig dreymir á nóttinni? Eru draumar kannski bara rugl? Hefur þú lent í því að koma einhversstaðar og kannast við að það hafi gerst áður? Getur verið að þig hafi dreymt fyrir því? Getur verið að þú vitir hvernig líf þitt mun fara?

Allir hafa upplifað að draumar þeirra rætist. Við höfum öll lent í því að tilveran skammtar oft meira en það sem við látum okkur dreyma um. Margir draumar rætast jafnvel enn betur en við þorðum að vona. Oft þarf að taka áhættu til að draumar rætist, og varpa gömlum viðhorfum fyrir róða.

Hvaðan koma þínir dagdraumar? Eru dagdraumar bara fyrir börn? Kannastu við þegar þú gerir þvert á eigin vilja? Þú kannski reiðist eða fyllist afbrýðisemi, eða jafnvel ótta. Þekkir þú fólk sem kannar drauma sína, dagdrauma, og hlustar á innra líf? Vissir þú að þetta er fólk sem aðrir leita til, og að þetta fólk hefur lært að lifa í núinu og losa sig við áhyggjur, ótta og reiði.

 

*

 

 

This entry was posted in Ferli hins jákvæða vilja and tagged , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.