Áhugamál og frami

Ertu í starfi sem veldur þér ánægju? Færðu útrás í áhugamálum? Áttu áhugamál? Maður nokkur sagði „ég þarf ekki áhugamál, því mér finnst gaman í vinnunni.“ Djúpt í árina tekið? Hefur tannlæknir ánægju af vinnunni? Hvað veist þú um það?

Áhugamál er allt sem þú hefur áhuga á! Að spila Golf, eða fara á hestbak, nú eða prjónaskapur og sportbílar. Áhugamál eru svo mörg og við höfum öll áhuga á einhverju. Sá sem þetta skrifar hefur áhuga á skapandi hugsun.

Ef þú iðkar ekki það sem þú hefur áhuga á, hver ertu þá? Ertu ímynd eða persónugervingur hugmynda? Eða ertu þú?

Veröldin er full af fólki sem er leiðinlegt og vinnur leiðinleg störf og sækir í áhugamál til að lyfta sér frá leiðindum.  Svo er til fólk sem vinnur sömu störf og á sér engin áhugamál en er skemmtilegt, drífandi og hvetjandi að umgangast – þeim finnst gaman að vera til, og gaman að öllu sem það tekur sér fyrir hendur.

Getur verið að áhugamál sé flótti frá leiðindum? Hvað ef þér leiðist ekki? Veistu að til er fólk sem á ekkert sjónvarp, engin áhugamál, fáa vini, en leiðist aldrei og nær alltaf árangri? Hvar ert þú í þessu korti?

 

 

This entry was posted in Ferli hins jákvæða vilja and tagged . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.