Tag Archives: Grunnstoðir Ferlisins

Áhugamál og frami

ferlid-018

Ertu í starfi sem veldur þér ánægju? Færðu útrás í áhugamálum? Áttu áhugamál? Maður nokkur sagði „ég þarf ekki áhugamál, því mér finnst gaman í vinnunni.“ Djúpt í árina tekið? Hefur tannlæknir ánægju af vinnunni? Hvað veist þú um það? Áhugamál er allt sem þú hefur áhuga á! Að spila Golf, eða fara á hestbak, nú eða prjónaskapur og sportbílar. Áhugamál eru svo mörg og við höfum öll áhuga á einhverju. … Lesa meira


Draumar og innra líf

img-coll-0033

Manstu það sem þig dreymir á nóttinni? Eru draumar kannski bara rugl? Hefur þú lent í því að koma einhversstaðar og kannast við að það hafi gerst áður? Getur verið að þig hafi dreymt fyrir því? Getur verið að þú vitir hvernig líf þitt mun fara? Allir hafa upplifað að draumar þeirra rætist. Við höfum öll lent í því að tilveran skammtar oft meira en það sem við látum okkur … Lesa meira


Heilsa

ferlid-020

Sama hversu mikið þú vinnur með hugsanir, tilfinningar og viðhorf. Þá skiptir máli hvernig þú hreyfir þig. Sá sem gengur rösklega í tuttugu mínútur daglega getur losað sig við  tíu kíló? Þeir sem fara stigann í stað lyftunnar eru kraftmeiri og þreytast síður. Þeir sem leggja bílnum lengra frá vinnunni upplifa minni streytu en aðrir. Flestir sem eru ósáttir við sjálfa sig nenna lítið að hreyfa sig. Hamingjusamt fólk er … Lesa meira


Samfélagslíf

ferlid-021

Einmana fólk kvartar yfir að fáir hringi, fáir komi í heimsókn og það eigi fáa vini eða nána kunningja. Þeir sömu eru yfirleitt uppteknir af eigin vandamálum og vanlíðan. Öruggt er að þú finnur fleiri vini ef þú hlustar meira og segir skemmtilega frá. Til er mikið af fólki sem þekkir ekki einmanaleika. Fólk sem á mikið af góðum kunningjum og vinum, eru áhugasamir um sögur annarra, og tala lítið … Lesa meira


Viðhorf og venjur

ferlid-022

Hver kannast ekki við þessa tilfinningu? Að vera með fáein kíló í yfirvigt og vilja breyta því ástandi. Vandinn er augljós: Ég borða meira en ég brenni. Lausnin er jafn einföld, að brenna meira eða borða minna. Ef lífið væri alltaf jafn einfalt á borði og í orði myndum við ekki þurfa lausnir eins og Ferlið. Ég hef tekið eftir því að ég borða meira þegar ég er leiður eða … Lesa meira


Útlit og framkoma

ferlid-023

Það er ekkert eins vont fyrir manneskju eins og að líta illa út. Nema kannski að lykta illa eða vera leiðinleg. Veistu hvað mikið er af fólki sem eyðir miklum tíma og miklu fé í að líta vel út? Eritt er að hitta og umgangast fólk þegar maður veit af útliti sínu og skammast sín fyrir það. Hefur þú hitt manneskju sem leit illa út í klæðaburði, en þér líkaði … Lesa meira


Trú

ferlid-025

Öll kerfi sem vinna með sjálfsrækt vinna með trú. Sum vinna með trú á sjálfan sig, aðrir með trú á æðri mátt, enn aðrir með trú á tilveruna. Ferlið er engin undantekning. Trú er einn kraftmesti þáttur í mannlegu samfélagi. Allir hafa ferðast í borgir sem prýða stórar og fallegar dómkirkjur. Að skoða dómkirkju og spyrja sig hvers vegna þeir tímdu að byggja hana harflar ekki að nokkrum manni. Við vitum … Lesa meira


Tilfinningalíf

ferlid-026

Dag einn leið mér illa, sársaukinn var yfirþyrmandi. Ekki man ég hvers vegna. Man hins vegar að ég fór í útivist þennan dag. Ég gekk einhvern spöl í fallegu landslagi en ég tók ekki eftir neinu – bara eigin vanlíðan. Ég stoppaði einhversstaðar og leit yfir farinn veg, bæði minn eiginn og í náttúrunni. Skyndilega vaknaði ég. Það sem olli vanlíðan minni, var bara tilfinning. Tilfinning er bara tilfinning. Tilfinning … Lesa meira


Áhrifavaldar

img-coll-0087

Maður sagði „ég er vinir mínir.“ Ef þú umgengst fólk sem stundar mikla útivist ferðu fyrr eða síðar í útivist. Ef þú umgengst fólk sem skeggræðir stjórnmál kemstu ekki hjá því að mynda þér skoðun á stjórnmálum. Ef þú umgengst fólk með neikvæð viðhorf … Áhrifavaldar eru fleiri en vinir þínir og fjölskylda. Þeir eru allt sem hefur áhrif á hvernig þú hugsar og hugsanir þínar hafa áhrif á líðan … Lesa meira