Áhrifavaldar

Maður sagði „ég er vinir mínir.“ Ef þú umgengst fólk sem stundar mikla útivist ferðu fyrr eða síðar í útivist. Ef þú umgengst fólk sem skeggræðir stjórnmál kemstu ekki hjá því að mynda þér skoðun á stjórnmálum. Ef þú umgengst fólk með neikvæð viðhorf …

Áhrifavaldar eru fleiri en vinir þínir og fjölskylda. Þeir eru allt sem hefur áhrif á hvernig þú hugsar og hugsanir þínar hafa áhrif á líðan þína og lífskraft.

Flestir horfa á sjónvarp eða hlusta á útvarp, og velja þá stöð sem er þægilegust og skemmtilegust. Sjaldan er spurt „hvaða áhrifavaldur er þessi stöð eða þessi þáttur“. Eins er með bækur, tónlist, hvaðeina.

Þinn andlegi veruleiki þrífst á andlegu fæði. Allt sem hefur áhrif á hugsun þína og sál er andlegt fæði. Viltu lifa á skyndifæði?

 

 

This entry was posted in Ferli hins jákvæða vilja and tagged . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.