Lögmál aðlöðunar

Margir hafa séð myndina The Secret þar sem mest er lagt út frá hugtaki sem á ensku nefnist „Law of Attraction“ sem kennt er víða og við flest þekkjum. Í Ferlinu er þetta lögmál vissulega notað. Hér eru tekin fáein dæmi um hvernig megi skoða virkni þess.

Lögmál aðlöðunar:

  • Ef þú hugsar mikið um að þú hefur skort – þá laðarðu að þér skort.
  • Ef þú hugsar mikið um að „þig vanti fé“ – þá laðarðu að þér „vöntun á fé“.
  • Ef þú hugsar um að eitthvað muni hlotnast þér muntu fá tækifæri …

Lögmál trúar

  • Ef þú trúir að fé muni berast þér, án kvíða, þá mun þér berast fé.
  • Ef þú trúir að þú fáir ást, án kvíða um að hún vilji þig ekki, þá mun þér bjóðast ást.

Lögmál elsku

  • Ef þú elskar gæludýrið þitt, án hiks eða skilyrða, þá mun gæludýrið þitt dafna.
  • Ef þú elskar maka þinn, án hiks eða skilyrða, þá mun maki þinn dafna.
  • Ef þú sérð gott í öðrum og finnst fólk áhugavert, þá mun fólk laðast að þér.

Lögmál jafnvægis:

  • Ef þú laðar að þér fé, en djúpt í sál þinni trúir ekki á velgengni þína, þá muntu missa féð.
  • Ef þú laðar að þér ást, en trúir djúpt í sál þinni að þú verðskuldir ekki ást, mun ástin hafna þér.

 

 

This entry was posted in Ferli hins jákvæða vilja and tagged , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.