Eftirfylgni

Allir þáttakendur í aðal námskeiði hafa aðgang að eftirfylgni. Eftirfylgni er vikulegir fundir undir stjórn leiðbeinanda. Fundirnir eru stuttir eða tveir tímar að hámarki.

Þar er rifjað upp efni frá leiðbeinanda og einnig frjálst efni frá þáttakendum.

Einn styrkur Ferlisins er einmitt sá, að fólk sem stundar það bætir sjálft við reynslusarpinn og þekkinguna. Börn eru velkomin á þessa fundi.

Öll sjálfshvatningar námskeið ná mestum árangri á fyrstu vikunum, síðan dvína áhrifin. Ferlið er engin undantekning. Slíkum námskeiðum fylgir sjaldan heimavinna, og þegar hún er fyrir hendi gefur fólk sér sjaldan tíma, svo  áhrif námskins hverfa að mestu innan hálfs árs.

Í Ferlinu þarf enga  heimavinnu, því aðgangur að eftirfylgni er ótakmarkaður út fyrsta árið. Þeir sem nýta hana styrkja sig betur það sem kennt er og læra það oftast til fulls.

Við erum félagsverur og við sækjum í fyrirmyndir og hvatningu frá okkar félagsskap. Ef þú umgengst neikvætt fólk þá dregur úr þér, þá missir þú kraft og styrkir neikvæðni. Ferlið er mótvægi við slíkt.

Í eftirfylgni hittir þú fólk sem er í sömu sporum og þú: Að byggja sig upp, styrkja  jákvæðni, þjálfa viljastyrk og smíða árangur. Slíkt er hvetjandi og styrkjandi – að ógleymdu hversu skemmtilegt það er.

Sá sem stundar þett reglulega er í stöðugu ferli til kraftmikils og jákvæðs lífs.

 

 

This entry was posted in Ferli hins jákvæða vilja and tagged . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.