Tilfinningalíf

Dag einn leið mér illa, sársaukinn var yfirþyrmandi. Ekki man ég hvers vegna. Man hins vegar að ég fór í útivist þennan dag. Ég gekk einhvern spöl í fallegu landslagi en ég tók ekki eftir neinu – bara eigin vanlíðan.

Ég stoppaði einhversstaðar og leit yfir farinn veg, bæði minn eiginn og í náttúrunni. Skyndilega vaknaði ég. Það sem olli vanlíðan minni, var bara tilfinning. Tilfinning er bara tilfinning.

Tilfinning er ekki áþreifanlegur hlutur. Hún er ekki fjármunir. Hún er ekki sýnileg, hún er inni í mér.

Ég sá að ég á val um hvað ég geri tilfinningar

  • Leiða þær hjá mér og bíða þess að þær hjaðni?
  • Tala um þær og skrifa þær burt, eða blása upp?
  • Beina þeim að öðru fólki og skammast?
  • Eða hvað?

Ég á val. Ég ákvað að velja að faðma tilfinninguna – leyfa henni að vera til. Ég valdi að láta mér ekki líða illa yfir vanlíðan. Tilfinning er jú bara tilfinning.

 

 

This entry was posted in Ferli hins jákvæða vilja and tagged . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.