Trú

Öll kerfi sem vinna með sjálfsrækt vinna með trú. Sum vinna með trú á sjálfan sig, aðrir með trú á æðri mátt, enn aðrir með trú á tilveruna. Ferlið er engin undantekning. Trú er einn kraftmesti þáttur í mannlegu samfélagi.

Allir hafa ferðast í borgir sem prýða stórar og fallegar dómkirkjur. Að skoða dómkirkju og spyrja sig hvers vegna þeir tímdu að byggja hana harflar ekki að nokkrum manni.

Við vitum öll að trú er mikilvæg en sjaldan hvers vegna. Trú á hvað? Ferlið hefur engan áhuga á því á hvað þú trúir. Trú hvers og eins er einkamál.

Að trúa því að á morgun komi betri dagur. Að trúa því að ég búi yfir jákvæðum skapandi umbreytingarmætti. Að trúa því að lífið sé mér æðra – hvernig sem það kom til. Að trúa því að í öðrum búi eitthvað gott.

Umfram allt: Að geta nýtt sér þann kraft sem trúin er, og geta smíðað sína eigin. Það er magnað.

 

 

This entry was posted in Ferli hins jákvæða vilja and tagged . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.