Aðalnámskeið

Mikið er til af aðferðum til að vinna bug á alls kyns meinum. Í samfélaginu eru til alls kyns úrræði með alls kyns uppskriftum að betra lífi, meiri hamingju og fleira og fleira. Ferlið er eins konar uppreisn gegn uppskriftum því þegar þú ert að taka þig á er erfitt að muna lista.

Ef þig langar í súkkulaði, þá manstu ekki tíu skref til að grennast. Svo þegar þú ert hefur kyngt súkkulaðinu færðu samviskubit yfir að gleyma reglunum.

Ferlið er mótvægi við þessu, því það reynir að hafa þetta einfalda eina skref að leiðarljósi.

Listar með upptalningum sem erfitt er að muna:

  • Hvernig á að borða rétt.
  • Að eignast farsælt ástarsamband.
  • Að sigrast á þunglyndi.
  • Að eyða depurð.
  • … listinn gæti verið mjög langur.

Tökum dæmi um listanotkun: Þú veist hvernig á að borða rétt, kannt uppskriftina að heilsupýramídanum, en þegar þig langar í súkkulaði manstu ekkert af því, fyrr en súkkulaðið er búið.

Í Ferlinu þarftu enga uppskrift. Þú virkjar þinn innri mann til viljastyrks, jákvæðni og heilbrigði.

Námskeið er sex kvöld, eða sex þættir. Hvert kvöld er kennt í tveggja stunda lotum. Efnið er kennt í hóp undir stjórn leiðbeinanda.

Hver þáttur er tekinn fyrir vikulega og því stendur námskeið í sex vikur. Fyrir kemur að boðið er þriggja daga helgarnámskeið úti á landi.

Ferlið byggir á djúpri sálfræði en notkun þess er einföld. Ekki verður kafað of djúpt á námskeiðinu, heldur kennt að nota dýptina rétt. Öllu skiptir að viðhorfin séu skýr og viljinn bæði jákvæður og sterkur.

Nánari upplýsingar í síma 778-1296

 

 

This entry was posted in Ferli hins jákvæða vilja and tagged . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.