Samfélagslíf

Einmana fólk kvartar yfir að fáir hringi, fáir komi í heimsókn og það eigi fáa vini eða nána kunningja. Þeir sömu eru yfirleitt uppteknir af eigin vandamálum og vanlíðan.

Öruggt er að þú finnur fleiri vini ef þú hlustar meira og segir skemmtilega frá.

Til er mikið af fólki sem þekkir ekki einmanaleika. Fólk sem á mikið af góðum kunningjum og vinum, eru áhugasamir um sögur annarra, og tala lítið um vandamál sín nema þá sem skemmtilega frásögn. Þeir síðarnefndu nýta sér söguformið bæði til að virkja áhuga annarra og einnig til að veiða hugmyndir að lausnum við hverju sem er.

Við elskum sögur og öllum finnst gaman að segja frá. Hér er ekkert nýtt á ferðinni, en oft er hið augljósa auðgleymt í dagsins önn. Við lifum og hrærumst í sögu-samfélagi en gleymum þeim mætti sem það gefur okkur.

Fólki finnst gaman að sögum, og ef við skoðum samfélagið, er allt vaðandi í þeim. Sjónvarpið væri leiðinlegt ef þar væru engar góðar sögur sagðar. Nær allir góðir kennarar segja góðar sögur.

Ef þú vilt að fólki líði vel í návist þinni, og laðist að þér, því ekki að heyra sögur þess og þá sérstaklega þeirra eigin?

 

 

This entry was posted in Ferli hins jákvæða vilja and tagged . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.