Heiðríkja hugarlandsins

Eins og Álfar vita og ýmsa mennska grunar, hef ég dregið úr stöðuuppfærslum um gang mála hérlendis og erlendis og snúið mér meira að málefnum sem máli skipta fyrir Sálina og fyrir vikið ekkert að fylgjast með fréttamiðlum svo þeir æsi ekki upp víkinginn í karlinum.

Síðustu tvo daga hef ég þó skimað almenna vegginn öðru hvoru og hvaða fréttum er verið að deila áfram. Sé mér til undrunar að nákvæmlega ekki neitt hefur breyst, hvorki í aðferðum spunaglundursins né skilningsfálmi hinna dáleiddu.

Hvers vegna í ósköpunum vill enginn spyrja vandaðra spurninga? Án slíkra koma engin svör. Taktu eftir að ég sagði ekki „réttra spurninga“ né heldur „rétt svör.“ Því hvorugt er til.

Jedúdamía – ég er feginn að vera kominn heim í heiðríkju andans, út úr moldviðri nútíma hugarfars og svima. Í fína postulínsturninn þar sem farið er úr sokkunum þar sem maður er staddur.

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.