Þunglynda sjónvarpið

Fólk sem upplifir þunglyndi sýnir einkenni þreytu, skorts á ímyndunarafli og minnkaða lífsgleði. Sést hefur að fólk sem horfir daglega á sjónvarp sýnir svipuð einkenni.

Nýlega kom í ljós að sé sjónvarp og tölva tekin frá krónískum þunglyndissjúklingum, læknast 40% þeirra á tveim mánuðum.

Sumt fólk hefur áhyggjur af að alls kyns rafbylgjur, frá símum, raftækjum, háspennulínum og fleiri galdraverkum, hafi áhrif á huga okkar. Jafnvel ELF bylgjur sem eru mjög áhugaverðar.

Hvort þunglynda sjónvarpið stafar af alls kyns óraunveruleika hugmyndum á skjánum, stöðugu myndaflökti eða rafbylgjum. Skiptir það máli?

Sá sem þetta ritar slökkti á sínu sjónvarpi sumarið 2011, aðallega því hann tímdi ekki að eyða kvöldunum sínum fyrir framan það. Smám saman losnaði hann við þunglyndi, fór að lifa sínu lífi af meiri athorku og krafti. Smám saman fór hann að sjá muninn á hvernig vinir hans og aðrir lifðu – af þeim sem stunda sjónvarp.

Honum var gefið sjónvarp fyrir fjórum mánuðum, hann tímdi ekki að kveikja á því og gaf það nýlega aftur.

 

 

This entry was posted in Ferli hins jákvæða vilja and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.