Höfundur ferlisins heitir Guðjón Elías Hreinberg. Hann var uppalinn við einelti og fjölskyldan sundraðist snemma vegna sjálfsmorðs föðurins. Á fullorðins árum var hann lengi að finna sinn farveg og flæktist milli starfa.
Hann var oft þjakaður af þunglyndi og eirðarleysi. Hann átti erfitt með að lifa með miðilshæfileikum og velktist oft í trúmálum vegna þess. Meðvirkni lék hann grátt í samböndum. Þar kom að innibyrgð reiði og vonleysi leiddi til ofbeldis sem aftur leiddi til frekara eineltis og í kjölfarið missti hann það litla sem hann hafði byggt upp.
Það var á þeim tímapunkti sem Ferlið fæddist. Þegar hann stóð frammi fyrir sjálfum sér og sagði „þessi maður er ekki ég, svona vil ég ekki vera!“
Við tók þrautaganga upp úr þunglyndi, vantrú og meðvirkni, alls kyns ósiðum og félagslegri einangrun. Aðferðir ferlisins vöknuðu hver af annarri og skiluðu miklum árangri: Hann er í dag jákvæður, bjartsýnn, laus við innri vanlíðan, á auðvelt með innihaldsrík sambönd í gagnkvæmri virðingu.
Ferlið er í boði til þín af tveim ástæðum:
- Vinir hans sáu hve kraftmikið það var og fóru að nota það með sama árangri.
- Fyrst það gagnast einum, getur það gagnast fleirum.