Þegar djöflum er boðið í vírusa-dans

Þú gengur einhversstaðar innan um fólk, eða bara hvar sem er, og eitthvað ósýnilegt í loftinu getur komist að þér og drepið þig. Þannig líður mörgum í dag. Jafnvel þó hægt sé að rökræða það í drasl og sýna fram á að kvíðinn sé óraunsær, þá er hann raunverulegur í vitund þess sem kvíðir, og hann stjórnar hegðun hans.

img-coll-0590Kvíði er þegar við óttumst eitthvað sem er óáþreifanlegt eða óvitrænt og verkar því á undirvitund (Subconscious) okkar og stundum dulvitund (Unconscious).

Það þarf enga samsæriskenningu til að vita að blekkinga- og tælingameistarar nota undirvitund okkar til að blekkja okkur og tæla, stundum því að þeir hafa gaman af því og stundum í annarlegum (Mendacious) tilgangi.

Allir hafa á einhvern hátt kynnst slíkri hegðun og þá yfirleitt persónulega. Það er óþægilegt til þess að vita að til sé fólk sem sé bæði svo snjallt í náttúrulegri sálfræði og siðspillt að það þrói aðferðir til að verka á hópa fólks bæði stóra og smáa. Þó þetta sé óþægilegt til að hugsa þá er það staðreynd og þegar við ásökum elítuna – forystusveit þjóðfélagsins – um að hafa sammælst um slíkar aðferðir sem staðalhegðun, þá getum við ekki forðast að líta í það og greina.

Þegar elítan hefur sammælst um að jaðarsetja (Marginalize) fólk sem hefur áhuga á að greina slíka hegðun og fjalla um, t.d. með því að uppnefna það sem samsæringa (Conspiracy Theorists) og þar með djöflakenna þá (Demonize) myndast eins konar djöflafár eða djöflagangur.

Í slíku fári hverfa greinendur (Analysts) í skuggann og þegar komið er fram við þá eins og þeir séu ekki til er þeim sjálfkrafa ýtt til hliðar (Ostracised).

Ef við búum í svo einhliða hugsunarhætti að samsæringar og greinendur séu fólk sem við fyrirfram tökum ekki mark á og ef viðhorf okkar og tilhneigingar eru orðin svo grunnhyggin að við gleypum hrátt hvaðeina sem okkur er sagt og höfum enga samanburðardýpt sem hægt er að nota til að rýna í frásöguna, þá endum við sem dáleiddur fiðurfénaður sem hafa má að leiksoppi á marga og oft grimmilega vegu.

Nú um þessar mundir liggur vestrænt hagkerfi niðri og stjórnmála elíta þess er sem lömuð. Með orðunum vestrænt hagkerfi á ég við bæði Evrópu og Norður Ameríku, en efnahagskerfi alls heimsins stendur og fellur með heilbrigði þess. Stjórnmála elíta beggja þessara svæða leiðir allan heiminn. Umræður og fullyrðingar í fjölmiðlum þessarar sneiðar setja tóninn fyrir allan heiminn.

Svona hefur það verið í tvær aldir og ólíklegt að það breytist næstu öldina eða tvær. Kommúnismi hefur almennt haft þá hugmynd þessar tvær aldir að það sé hugmyndafræðilega rétt að breyta þessu og hefur leynt og ljóst unnið að því að þvinga hið náttúrulega ástand til að beygja sig að sinni heimsmynd.

Lesendur mínir vita að ég nota orðið heimsmynd sem birtingarform Heimssýnar. Kommúnistar og Sósíalistar deila svipuðum heimsmyndum sem aftur eru byggðar á heimssýn Húmanismans. Kaþólskir og Lúterskir hafa sinnhvora heimsmyndina byggða á heimssýn kristninnar.

Deila má um hvenær rétt sé að þvinga fram hugarástand og stýra hegðun annars vegar eða hvenær rétt sé að uppfræða hugarástand og leiðbeina því.

Mannlíf og náttúra er flókin og svo er einnig með rökhyggju og raunhyggju (logic and reason). Til að ræða það til fulls þarf þykkari doðrant en öll rit Heideggers, Hegels, Nítsje og Kant til samans, að öðrum vitrari óupptöldum.

Undanfarin ár hafa margir rýnendur smámsaman áttað sig á því að vestræn samfélög eru í dag öll uppfrædd af sömubókarfræðum sömu heimsmyndar og sömu sálfræði, ýmist kommúnismans eða sósíalismans.

Sífellt fleiri eru farnir að átta sig á hvernig aðferðafræði Frankfurt skólans vinnur leynt og ljóst að því að koma á byltingu hugarfars um allan heim og móta það í þvingaða heimsmynd sem hentar rökfræði ákveðinnar menntaelítu (Intellectuals) sem ætlar sér að stjórna efnahags-, vísinda- og siðferðis hugsun fólks um allan heim eftir úreltum Marxískum hugmyndum.

Mörg merki eru um hvernig grunnhyggin og yfirborðskennd rökfræði getur gelt heilu menningarheimana og farið illa með þá. Mín kynslóð man vel eftir samfélagstilraun sem kallast Sovétríkin og hvernig hún féll. Mörg ríki sem áður tilheyrðu sovét blokkinni svökölluðu eru í dag að taka fram úr vesturlöndum, bæði menningarlega og efnahagslega.

Á sama tíma eru margir vestrænir sósíalistar að djöflakenna austur-evrópska frömuði hvenær sem þeir geta.

Eitt merki (Sign) sem ég persónulega hef miklar áhyggjur af og hef oft fjallað um í myndskeiðum mínum er sífellt vaxandi reglugerðarfjall, þar sem allskyns þvættingi er troðið í einskisverðar reglugerðir sem heilbrigð hugsun hverfur ofaní, vegna umfangs og flækju. Þegar heilbrigð skynsemi er sett í reglugerð, verður hún að þvættingi.

Segjum að þú sért í útivist á fjalli með hundinum þínum. Hundurinn hleypur í móanum og í æsingnum hleypur hann fram af barði og slasar sig illa. Það tæki hálfan daginn að bera hann niður í bíl og aka til dýralæknis og óvíst að það myndi bjarga honum, auk þess kvalræðis sem dýrið myndi upplifa tímunum saman.

Heilbrigð skynsemi segir að best sé að dauðrota dýrið, sem tekur þrjár til fimm sekúndur, og urða það síðan. Tvær reglugerðir banna þetta.

Allar götur síðan ég tók ökupróf hef ég vitað að umferðarlög krefjast þess að ökutæki sé stöðvað við gangbraut ef fótgangandi bíður við gangbrautina og freisti þess að ganga yfir akbraut. Ég hef tileinkað mér alla mína akstursævi að hlýða þessum lögum, bæði vegna löghlýðni en einnig vegna kurteisiskröfu.

Í gegnum áratugina hef ég tekið eftir að ég var í mjög smáum minnihluta með þetta, allt til þess þegar kommúnistastjórn Katrínar Jakobsdóttur setti inn sektarákvæði ef ökumenn hlýða þessu ekki. Í dag stöðva allir bílar við allar gangbrautir, líka þegar þeir aka út úr hringtorgi þó það sé harðbannað og stórhættulegt.

Upp á síðkastið hef ég tekið eftir að sífellt fleiri gangandi vegfarendur strunsa út á gangbrautir við hringtorg jafnvel án þess að líta upp, því þeir vita að fiðurfénaðurinn mun bremsa í hringtorginu og freista þess að ekki verði árekstur aftan við þá.

Framangreind tvö dæmi um reglugerðir sem breyta heilbrigðri skynsemi yfir í hugarfarslegan þvætting í samfélagum og þjóðfélagi eru ef til vill lítils virði. Hins vegar eru stærri hlutir að gerast. Sífellt fleiri stofnanir hafa í dag dómsvald yfir samfélögum fólks í skjóli annarlegra reglugerða sem einnig veita stofnunum sjálfstæði innan ríkiskerfisins.

Ekki er langt síðan ráðherra ríkisstjórnar tilkynnti Alþingi að hann gæti ekki veitt löggjafarþinginu umbeðnar upplýsingar vegna þess að stofnun sem undir hann heyrir leyfði honum það ekki vegna óhlutbundinna hugmynda um Persónuvernd. Undanfarið ár hefur reglulega komið í fréttir „á síðu þrjú“ varðandi stofnun sem hefur vald til þess að rústa fyrirtækjum á grundvelli óhlutbundinnar hugmyndar um samkeppni.

Þegar nefnd sem á að tryggja að stofnunin fari vel með vald sitt meinar henni téða rústun, getur hún hafið fokdýrt málþóf fyrir dómstólum til að tryggja eyðilegginguna.

Síðustu árin hef ég iðulega bent á að hafin er umræða í ríkjunum í kringum okkur, bæði innan Evrópusambandsins og Bandaríska ríkjasambandsins, hvort þetta sé eðlileg eða náttúruleg þróun. Stofnanir séu komnar með dómsvald og fjöldi ráða (Sovét), nefnda og stofnana sem hafi sjálfstæði frá stjórn ríkisins og löggjafarvaldi, sé orðinn þvílíkur frumskógur að heilbrigð starfsemi samfélaga, fyrirtækja og einstaklinga sé í dag hamlað.

Kommúnisminn hefur einmitt haft þetta á stefnuskrá sinni og talið sér og öðrum trú um að það sé betra þannig. Það er margt í umfjöllun kommúnismans sem hugmyndafræðilega á rétt á sér í umræðunni, rétt eins og með kapítalismann. Þegar hins vegar önnur hvor stefnan er leynt og ljóst komin með alræðisvald (Tyranny) þá verða þær báðar eitraður djöflagangur.

Ef búið er að jaðarsetja þá sem geta gagnrýnt sömubókarfræðin, þá hverfur heilbrigð hugsun menningarinnar inn í reglugerðir og spillingu (Corruption) og endar sem vegsömun yfirborðs pússaðrar siðspillingar (Anomie).

Í dag þegar þetta er ritað er annar dagur apríl mánaðar 2020. Í Bretlandi er fólki bannað að viðra hundana sína á heiðum.

Hérlendis er hótað himinháum fésektum ef fólk fer ekki eftir nálgunarbanni eða huglægri kröfu um sóttkví. Hugsjúku fólki sem þrífst á því að mæta á samkomustöðvar á geðheilbrigðissviði er látið hýrast heima. Sundstaðir eru lokaðir en fólk sem stundar sund oft í viku verður sjaldan veikt. Opinberir afgreiðslustaðir og bankastofnanir eru lokaðir, allt kerfið er stíflað og samfélögin eru lömuð.

Hvergi er fjallað um að fólk sem neytir smjörs og lýsis, eða fær nóg af C vítamíni eða notar lauk við eldamennsku, fær svo til aldrei flensu. Óþarfi er að telja upp hvernig djöflafárið fer fram í öðrum vestrænum ríkjum, enda samfélagsnetið stútfullt af ábendingum um einkennin. Tökum frekar annan snúning. Með öðrum orðum, djöflafárið er ýft upp en engar dísir töfraðar fram. Yfirvegun og raunhyggja er kæfð fyrir samfélagssinnaða rökhyggju og stjórnlausan kvíða.

Byrjum á samsæriskenningunni – sem ég hef ítarlega rökstutt í myndskeiðum síðustu tvö árin.

Trotský sinnaðir kommúnistar hafa hreiðrað um sig á öllum stigum vestræns vitsmuna- og efnahagslífs. Þeir stjórna í dag opinberum fyrirtækjum og stofnunum, þeir eru ritstjórar allra fjölmiðla og þeir stýrðu greiningardeildum bankakerfis heimsins fyrir hrunið 2008 og yfirtóku bankakerfin í kjölfar hrunsins.

Þeir kenna trúuðum og kapítalistum síðan um hluti sem þeir sjálfir eiga oft sök á, aldrei viðurkenna þeir að kapítalismi sem hugmyndafræði er ekki til, enda sjálfir sekir um ást á auði og auðsöfnun. Aldrei viðurkenna þeir að sósíalistar og kommúnistar eru sekir um tíföld þjóðamorð í sögunni, samanborið við trúarkerfin.

Sama klíka er leynt og ljóst að reyna að kollvarpa stóriðnaði vesturvelda í skjóli illa rökstuddra fullyrðinga um „loftslagsvá af mannavöldum“ og hafa kerfisbundið djöflakennt og jaðarsett vísindamenn og greinendur sem svara þeim málefnalega.

Umræður samfélagsins um siðferði, bankakapítalisma, eða meinta og ómeinta mengun, hafa verið steyptar í sömubókarfræði og yfirborðsmennsku sem erfitt er að brjótast í gegnum. Fólk sem ekki hefur þjálfað sig í að sjá í gegnum tælingar- og blekkingarspuna, eða hefur ekki tíma eða einurð til rannsókna, gleypir fullyrðingar stjórnmála- og fjölmiðlaelítunnar hráar.

Fólk meðal almennings samsinnir síðan fullyrðingum sem eru studdar sömubókarfræðum lífsleikni úr skólakerfum, óvitandi að allar þessar þrjár greinar menningarlífsins, stjórnmál, menntamál og fjölmiðlun, renna í dag frá sömu heimsmyndarfræðum.

Kári Stefánsson sem ég uppnefni stundum Genakára fullyrti nýlega í viðtali að „við tilheyrum öll sama ethernum.“

Trotský sinnaður blaðamaðurinn tók ekki eftir fullyrðingunni eða skildi hana ekki eða samsinnti henni. Ég treysti því að lesandi minn viti hvað hugtakið Ether merkir og viti því hversu óvísindaleg fullyrðingin er eða hversu fáránleg flatneskja það er að halda því fram að við tilheyrum öll sömu sýn, vitundarstigi eða þekkingarflóru.

Í sama viðtali segir Kári að vitað hafi verið að farsótt á borð við Kórónavírusinn myndi flæða yfir heiminn því Bill Gates hafi spáð því árum saman. Glöggur og hugsandi blaðamaður hefði áttað sig á marþættri mótsögninni í þessari fullyrðingu. Læt ég lesandanum eftir að kjammsa á því sjálfur, enda of augljósir fletir á ferðinni.

Þó ég hafi oft gagnrýnt Kára fyrir ævistarf hans – og standi við þá gagnrýni – vil ég taka fram að ég er honum persónulega velviljaður og dreg viðtal hans hér fram sem dæmi um hugarfar ákveðins hóps fólks en ekki til að ráðast að honum sjálfum fyrir orð hans.

Í nokkur ár hefur það verið sífellt augljósara að Kínverskum kommúnisma hugnast vel sá Trotský’ismi sem hefur yfirtekið vesturlönd.

Það tilheyrir heimsmynd kommúnismans að fá sem flest menningarsamfélög inn í sömubókarfræði sín en einnig stórgræða Kínverskir kommúnistar á ástandinu. Það tekur ekki langan tíma að sjá hvernig þeir græða á framleiðslu sólarsella eða vindmylla eða að fá allan stáliðnað Rhur og Pittsburgh til sín eða framleiðslu á neytendavörum meðan borgarar vesturlanda breytast í stjarfdáleiddar og meiningarlausar afætur.

Nýlenduveldin voru afurð germanskrar hugsunar og hugmyndafræði lýðræðis og vísinda sem fæddist á sama tíma og nýlendutíminn er sömuleiðis byggð á germanskri hugsun. Engilsaxar, Frankar, Belgar, Hollendingar, Norður Ítalir, auk þýsku þjóðanna, tilheyra öll því sem hér er nefnt germönsk hugsun. Slavar hafa allir tileinkað sér nálgun hinnar germönsku hugsunar í heimspeki lýðræðis og vísinda svo ég tek þá hér með sem bræður í jafnræði.

Marxískir menntamenn hafa gagnrýnt nýlendutímann fyrir ofbeldi á sama tíma og þeir neituðu okkur um að sjá þær framfarir sem hann breiddi út. Þeir krefjast þess að við tilbiðjum góðmennsku (Altruism) sinna eigin kerfa meðan þeir draga upp mynd af mannvonsku (Mendaciousness) þeirra sem þeir ætla sér að leggja niður með fári og dáleiðslu.

Kommúnisminn hefur frá upphafi verið andstæðingur bæði hinnar germönsku og slavnesku hugsunar. Þetta er bræðings hugmyndafræði sem hatar allt sem gott er og göfugt við mannlega hugsun og hefur það að markmiði að ná valdi yfir því og kæfa það í sömubókarfræðum flatneskrar rökhyggju svo að heilbrigð raunhyggja deyi helst út.

León Trotsky var – og er – einn flottasti hugsuður kommúnismans fyrr og síðar. Lái ég engum að lesa hann og dást að snilld hans.

Göfgi hafði hann þó enga og hann hafði það að lífsmarkmiði sínu að koma á því sem hér er nefnt. Þegar ég ásaka menntaelítu vesturlanda um að hafa tileinkað sér viðhorf hans, þá er ég að benda á hann sem höfund aðferðafræði sem hann taldi að yrði best til að koma kommúnismanum á, leynt frekar en ljóst og verið er að nota. Þetta er allt saman rekjanlegt.

Stalín vildi aðra aðferð og sú aðferð náði langt en sporðreyndist á endanum, hið sama mun verða í þetta sinnið en hægt er að vara við afleiðingunum, annaðhvort til að hægja á hörmungunum sem geta steypst yfir okkur eða til að ég geti sagt; „Ég sagði þér.“ Annaðhvort eða bæði.

Úr heimspeki til veruleika

Hversu margir meðal almennings vita að forstjórar þeirra stofnana sem sannfærðu okkur um að Kórónavírusinn væri Djöfull (Demon) sem gæti ósýnilega læðst að okkur og kæft okkur (eins og reglugerðarfarg), eru Marxistar? Hversu margir vita að einn þeirra valdamestu tilheyrir marxískum flokki sem hefur verið margásakaður um þjóðarmorð?

Hvað eru margir fjölmiðlar að reikna út dreifð sjúkdómsins Covid-19 og bera saman við dreifð sambærilegra veikinda? Það má t.d. bera saman Asíuflensuna frá ’57 og Hongkong flensunnar frá ’68 og Sars frá 2012, auk annarra.

Ég hef sjálfur gert þetta og sett upp í reiknilíkan. Nægir hér að nefna að engar tölfræðigreiningar eru til um einkennalsua drefið neinna þessara faraldra, nú eða fyrr.

Hvar eru greiningar á vírusafjölskyldu Kóróna vírussins og samanburður í hvaða öðrum dýrum hann finnst eða í hversu marga áratugi þessi þekking hefur verið á boðstólum. Hvað með aðrar vírusafjölskyldur sem hið sama á við um?

Hvað eru margir fjölmiðlar eða kennarar í skólum tilbúnir að segja þér að það er ekki til ein einasta líffræðileg sönnun fyrir varanlegri stökkbreytingu á neinni lífveru, hvorki sýnilegri né ósýnilegri?

Hvar er vísindalega sönnunin fyrir þeirri fullyrðingu að einhver vírus geti borist frá leðurblökum og í fólk með viðkomu á einhverjum „beint frá bónda“ markaði í Langburtistan? Hvar er samanburðarsálfræðin um fullyrðingar miðalda um djöfla og nútímans um líffræðidjöfla?

Er nokkur fjölmiðill eða stjórnmáladrýsill að tala opinberlega um samanburð á Inflúensu faröldrum sem gerast árlega í mörgum heimshlutum og benda á að milljónir fá „flensu“ árlega og að tugþúsundir deyja úr henni árlega?

Er einhver að minna á að núna er einmitt árlegt flensutímabil og að hægt er að skrásetja flensudauða sem kórónadauða án rýni og efasemda?

Er fólki sagt frá því að Berklar drepa hálfa aðra milljón árlega úti um allan heim og að þeir eru ennþá þekktir í Evrópu og Norður Ameríku? Hefur einhver farið inn á vef Alþjóða Heilbrigðis stofnunarinnar og rannsakað þar tölfræði um öndunarsjúkdóma sem má túlka í fréttatilgangi?

Er einhver umfjöllun í almennum fjölmiðlum eða vitnað í meðal stjórnmálamanna hvernig tugþúsundir fólks sem nú deyr úr ýmsum sjúkdómum fær ritað Kóróna á andlátsvottorðið? Hvar eru fyrirsagnirnar um aldurs- og kynjadreifð, eða kynþátta? Erum við upplýst eða uppfrædd?

Er einhversstaðar rýnt í fullyrðingar um að sum svæði sem um þessar mundi líta út fyrir að fara illa út úr faraldrinum, gætu á einhvern hátt hafa verið illa undirbúin s.s. með tilliti til aðgengis að lyfjum?

Er hinum vel menntaða nútímamanni á vesturlöndum sagt frá því í dag að fyrstu vikur hins huglæga faraldurs var ekki ljóst hvort á ferðinni væri bronkítissótt eða lungnabólga? Fyrirsagnafræði góðmennskunnar hefur kannski tæpari vísindagrunn en okkur grunar, má rýna í það?

Vafalaust hafa margir tekið eftir hvernig fjölmiðlafrömuðir hafa reynt að gera lítið úr leiðtoga Bandaríska ríkjasambandsins, þegar hann hefur bent á vissar lyflausnir sem geta hamlað útbreiðslu vírussins. Nú er búið að gefa Íslenska ríkinu þúsundir skammta af þessu lyfi og okkur er skylt að fylgjast með hvort skriffinnar (Bureaucrats) heilbrigðiskerfisins muni nota það.

Er einhvers staðar farið ofan í misræmi á fullyrðingum um hvernig sjúkdómurinn er greindur? Ef þú lest þér til um greiningar-aðferðir á vírusum, hver svo sem örveran er, þá sérðu fljótt að nefpinnarnir virðast í fljótu bragði vera sýndarmennska og þvættingur.

Nýlega fór greinandi með myndavél að skoða spítala í Evrópu sem meginfjölmiðlar voru með fullyrðingar um, hann komst að því að fullyrðingarnar voru lýgi.

Myndskeiði hans var umsvifalaust eytt af YouTube. Annar greinandi sem er þekktur fyrir mjög ábyrgðarfulla umfjöllun, tók viðtal við sérfræðing í alþjóðalögum varðandi efnavopn og líffræðirannsóknir þeim tengdum, hafði sá margt áhugavert að segja, sömuleiðis eytt.

Hundruðir sambærilegra greinenda hafa farið ofan í tölur og útreikninga – eða samsetningu – á þeim hópum fólks sem okkur er sagt í fyrirsögnum að hafi drepist úr farsóttinni. Niðurstöður þeirrar greiningar eru glöggum borgurum augljósar:

Einhver virðist vera að töfra fram djöflafár í huga fólks og lodda undirvitund þess til að dansa með.

Aðferðin sem er notuð er af tegund músagildru: Blekkimeistarar byrja þá á að blekkja einhvern sem síðan er notaður til að blekkja fórnarlambið. Á sama tíma fer fram í menningarkæfinu ein djöfullegasta yfirtaka á vesturlöndum sem nokkur hefði getað ímyndað sér. Annað skref af þremur, hið fyrsta var tekið haustið 2008.

Ég veit nóg um vísindi, sálfræði, menningu, mannkynssögu og hemspeki, til að vita tvennt. Yfirtakan mun heppnast, enda langt komin. Hún mun einnig hafa hörmulegar afleiðingar, langt umfram það sem nú þegar hefur gerst í vitund fólks.

Sem trúaður maður, sem treysti tugum Spámanna Guðs í gegnum aldirnar, veit ég að það þarf engar áhyggjur af hafa þegar upp er staðið.

Guð lofaði einum þekktasta spámanni sínum að mannkyninu yrði ekki eytt aftur. Guðdómlega ríkið verður kallað fram aftur. Ég veit ekki hvernig það verður gert, ég veit ekki hver mun verða í hlutverki Móse og Elíja þegar þar að kemur.

Í ár eru 3.332 ár síðan Guðdómlegi Sáttmálinn var gerður við Sínaí fjall, árið 2448 samkvæmt tímatali Eingyðistrúarinnar. Ég treysti til fulls ofurvættinum sem skapaði þann innblástur að lífið varð til og þeim spámönnum sem hann hefur innblásið til að leiðbeina okkur í gegnum aldirnar og sem hafa varðveitt og skilgreint vitundina um þetta.

Til gamans

Ég ritaði þessa grein að morgni dags, nýbúinn að fara með hundunum mínum í löngu morgungönguna. Ég hellti uppá kaffi þegar ég var nýkominn inn, setti af stað spilun á tveggja tíma tónleikum „The Cure“ frá 2019 sem er til á Túbunni, og valdi endurtekningu.

Mig hafði langað í nokkra daga að hripa niður fáein orð um vírusaspunann eins og ég uppnefni hann á Feisinu. Ég hef forðast að ræða um þetta í myndskeiðum og hljóðvarpi, þó eitthvað minnst á það í niðurlagi á flestum upptökum, enda erfitt að sniðganga farsann þessa dagana.

Ég hafði gert mér dælt við þá hugmynd að draga saman tölur og staðreyndir sem er ekki hægt að afneita, ekki til að sanna að um samsæri væri að ræða, heldur til að sanna hvernig elítan dregur fram falska mynd og dáleiðir.

Segja má að fögur dís hafi smeygt sér inn með mér úr gönguferðinni og hvíslað að mér „skrifaðu hugleiðingu en gerðu þína eigin, ekki eitthvað sem er dáleitt af umræðunni.“ Hvort dísin er til eða bara hugtak til að hjúpa eitthvað, rétt eins og djöflar og englar geta einnig verið tákn (Symbol) um vitundarástand í stóru mengi tilverunnar.

Nú er greinin tilbúin til birtingar. Hún er hugleiðing sem ætlað er að vekja spurningar en helst engin svör. Eins og Alice von Hildebrand segir „ef ég sagði eitthvað markvert gefðu Guði þökkina, en vitleysan er mín eigin.“

Í hvert sinn sem ég stóð upp til að sækja meira kaffi í bollann eða kveikja mér í reykju, tóku hundarnir viðbragð.

Þeir hafa beðið óþreyjufullir meðan ég skrifaði. Þeir vita að reglan er sú að þeir fá skeið af súrmjólk og lýsi eftir löngu morgungönguna. Svo hefur það verið í mörg ár. Það er engin reglugerð um það, en um leið ég vista þetta á Netinu, sinni ég öðrum skyldum mínum.

Við borgarar vesturlanda erum orðin ýmsu vön, bæði djöflum og dísum, en við höfum því miður ekki lært að greina á milli þeirra, þaðan af síður þekkjum við í dag muninn á englum og föllnum englum.

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.