Af mikilvægi samsæriskenninga

Fólk í valdastöðum, hvort heldur innan ríkiskerfa eða stórra samfélagshópa, hefur þá tilhneigingu að eyða út samsæriskenningum eða gera kenningasmiðum (og greinendum) erfitt fyrir með ýmsu móti. Ástæðan er augljós því margar kenningar virðast á yfirborðinu ógna valdi og varanleika þessa fólks eða klíka.

img-coll-0746Þetta vita einnig þjóðfélagsverkfræðingar og nýta sér. Þegar Karl Marx óf inn í málflutning sinn að höfuðóvinur almennings væri annars vegar Kapítalisminn og hins vegar Stéttaskiptingin, notaði hann algengar samsæriskenningar sósíalismans á þeim tíma og tókst honum snilldarlega að nota þessar kenningar sem farartæki fyrir heimsmynd sína.

Nú vita allir sem eitthvað hafa rýnt í menningarsögu að aðallinn sjálfur hóf kerfisbundið að eyða út stéttaskiptingu í Evrópu árin 1870 til 1920 og að Kapítalismi er rangnefni því áhugi á auð og auðsöfnun er ekki hugmyndafræði. Ennfremur benda margir rýnendur síðustu áratuga á að marxísk heimsmynd hefur – viljandi eða óviljandi – komið á nýrri stéttaskiptingu.

Þá er ljóst að einu aðilarnir sem kerfisbundið hafa breytt áhuga á auðsöfnun yfir í auðhyggju eru kommúnistarnir sjálfir og margir áhrifamestu auðmenn samtímans eru sósíalistar og eru margir þeirra ósvífnir að í að beita auð sínum til að fjármagna þjóðfélagsverkfræði og áróður af ýmsum toga.

Margir þeirra vinstri-hópa sem þeir fjármagna, skrattakenna (Demonize) hægri-sinnaða auðkýfinga fyrir hið sama.

Í dag ræður Marxísk heimsmynd yfir meginhluta menningarinnar hvað varðar túlkun á mannlegu samfélagi og sögurýni en aðeins fyrir tveim kynslóðum lauk síðari heimsstyrjöldinni sem var að miklu leiti stríð á milli tveggja heimsmynda; Fasísks sósíalisma og Marxísks sósíalisma. Þessi átök hófust að sumra mati einni til tveim kynslóðum fyrr en það er e.t.v. ofureinföldun.

Hér er rétt að taka fram að ég geri skýran greinarmun á heimsmynd og heimssýn. Bæði fasískur og marxískur sósíalismi túlka afmarkaðar heimsmyndir upp úr heimssýn Húmanismans sem er meira frumspekileg túlkun á hugarástandi menningarinnar, svipað og Kristíanismi er heimssýn en Kaþólska eða Lúterska eru túlkaðar heimsmyndir upp úr þeirri sýn.

Á þeim tíma sem mestu átökin áttu sér stað, en það tók um tvo áratugi á milli heimsstyrjalda, notuðu fasískir sósíalistar allskyns samsæriskenningar og útskýringar til að styðja við heimsmynd sína. Allir vita hvernig þeir tóku fyrir trúarbrögð Gyðinga (með skelfilegum afleiðingum) en færri vita í dag að um alla Evrópu og víðar í heiminum var allskyns dulspeki og menningarspeki í gangi meðal fólks sem ganga ýmist undir heitinu Thule samfélagið eða Vril speki.

Einnig kemur þróunarheimspeki (Theosophy, Blavatskyismi) hér nokkuð við sögu.

Margir vita að þeir þættir sem að framan eru tilteknir lifa enn góðu lífi bæði í gervigrasrótinni og grasrótinni meðal fólks. Þessi samantekt er ekki framsett til að leggja neitt mat á gildi marxísks eða fasísks sósíalisma heldur benda á að það er gild ástæða fyrir að bæði samsæriskenningar og greiningar eru litnar hornauga af ekki bara ríkisráðsfólki (Statesmen) heldur einnig leiðtogum margra annarra þjóðfélagshópa.

Nú um þessar mundir eru mikil átök í heiminum af skyldum toga, annars vegar um óhefta eða hefta þjóðflutninga en hins vegar hvort loftslagsbreytingar og vá sé af mannavöldum eða náttúrulegum. Síðasta áratuginn hafa talsmenn óheftra þjóðflutninga og þess að loftslagsvá sé af mannavöldum haft óheftan aðgang að bæði meginmiðlum og samfélagsmiðlum (ásamt stjórnmálum) en hinum gert erfiðara fyrir.

Þeir sem hafa aðgang að framangreindum miðlum geta leyft sér að skrattakenna þá sem eru þeim andstæðir en þeir síðarnefndu eru duglegir að kenna samsæri upp á hina, með ýmsum misvönduðum rökum. Við vitum að hið sama var uppi á tengingnum þær tvær aldir sem Upplýsingin (Enlightenment) og Endurreisnin (Renaissance) var að glíma við Skólaspeki (Scholasticim) Kaþólskunnar og færa heimsvitundina frá Kristíanisma yfir til Húmanisma.

Merkilegt nokk, þá eru þau átök enn í gangi meðal margra rýnenda og kverúlanta og í sama mynstri og áður er útskýrt. Sem er nottla samsæri.

Það er óvéfengjanlegt að dulspeki (Mysticism) og tilhneiging til dulspekilegra vangaveltna er hluti mannlegs sálarlífs og veruleika. Að ætla sér að hægt sé að ýta til hliðar áhuga fólks á samsærum t.d. með ritskoðun eða bálförum, er hrein vitfyrring. Því um leið og þú reynir að sneiða af þér þann útlim sem hneykslar þig, taparðu hluta af sjálfum þér og vangæfir.

Að sama skapi munum við aldrei losna við þá tilhneigingu að eyða út og afmá það sem sumum finnst óþægilegt, hvort heldur með bálförum, fleygja í ána, eða gera fólki ókleift að koma einhverju á framfæri eða ef allt annað bregst að skrattakenna fólk.

Vinsælasta tólið í því síðarnefnda er að grafa eitthvað upp úr fortíð mannsins sem skrifar eða talar og benda á að hann hafi eitt sinn misstígið sig og því hljóti greining hans að vera röng. Svipað og að segja, „þessi rithöfundur keyrði eitt sinn yfir á rauðu ljósi og því getur hann ekki skrifað um umferðarlög.“

Með sömu rökum mætti banna mörgum sem aðstoða fólk við að hætta að misnota áfengi, að starfa á sínu sviði.

Tökum sem snöggvast nýjan snúning á þessu og rifjum upp þegar heimsfrægur kenningasmiður og rýnandi, Jordan Maxwell, útskýrði Júdasarkossinn á nýstárlegan hátt. Útskýring hans er út í hött, að mínu mati, en hún fékk mig engu að síður til að rannsaka menningarefni og mýtur að nýju til að fá úr því skorið.

Niðurstaðan er sú að Maxwell hefur rangt fyrir sér en hefði ég ekki rannsakað hvort fullyrðingar hans stæðust hefði ég aldrei fundið út að þegar Pétur postuli sneið eyrað af musterisþjóninum, og að það var sett í frásöguna um Getsemane garðinn, að það var tilvitnun í lagasúlu Hammúrabís og hafði djúpa merkingu fyrir áheyrendur frásögunnar næstu þrjár aldir á eftir.

Nú gæti einhver spurt, hvaða máli skiptir lagasúla Hammúrabís? Svarið er að hún skiptir engu máli varðandi samsæriskenningar en þegar ég sá Vladímír Pútín vitna í hana í viðtali fyrir tveim árum rak það mig aftur til rannsókna.

Í kjölfarið komst ég að því að valdaheimspeki – sem er mjög lítið rætt um – ber vissa virðingu fyrir þessum fræðum, s.s. varðandi hvað sé varanlegt ástand (Eternal State) eða varanlegt skjalavald (Eternal Document Authority, Eternal Bureaucracy).

Til gamans má benda á að sú aðferð að henda nornun í ána, til að gá hvort þær sökkvi eða fljóti, var ekki uppfynding Kaþólskra heldur aftur tilvitnun í Hammúrabí, sem bendir til að  Kaþólskir fræðimenn og lagaskýrendur taki meira mark á henni en kennarinn sagði okkur í skóla.

Ennfremur er þessi lagasúla – rétt eins og Íslensk hegningarlög – með hörð viðurlög við því að dómarar fremji dómsglöp en hvernig kærirðu dómara fyrir dómsglöp? Hvers vegna sagði kennarinn okkur ekki í skóla, að þegar norn er fleygt í ána, skal vera syndur maður í ánni til að bjarga henni frá drukknun ef hún sekkur?

Svarið er samsærisgreinendum augljóst.

Þegar Jóhannes Björn gaf út bókina Falið vald fyrir einni kynslóð síðan, tóku margir mark á bókinni og margir lesa hana enn og vitna í hana. Færri tóku eftir bókinni Bræðrabönd eftir Úlfar Þormóðsson á sama tíma en sama var uppi á teningnum, hún breytti engu.

Víðar mætti fara um farveg samsæriskenninga og greininga (en kenning og greining er tvennt ólíkt), að menningin er sneysafull af þesskonar þvers og kruss, en það breytir fáu ef nokkru um valdastöður og samfélagsmótun.

Við Íslendingar teljumst til þess hluta kristna heimsins sem kennir sig við endurmótun (Reformation) kristninnar undir Martein Lúter.

Til eru fleiri endurmótanir s.s. Enska biskupakirkjan, Kalvín og margar fleiri birtingarmyndir kristninnar. Þó fáir á vesturlöndum kenni sig við Rétttrúnaðinn (Orthodox) þá er sá einnig fyrir hendi sem byrtingarmynd kristinnar sýnar.

Nær allar birtingarmyndir kristna heimsins byggjast á þrenningarkenningunni en hún sjálf er þó ekki Biblíuleg. Þegar Konstantín mikli stofnaði til kirkjuþinganna tveggja í Níkeu, sem lagði grundvöllinn að Kristíanisma, var tveim öflugum þáttum sleppt úr en það voru annars vegar Nasarenar og hins vegar Arianistar (ekki hið sama og Aríar).

Báðir þessir aðilar fylgdu annarskonar túlkun á ævistarfi Jósúa Maríusonar (Jesú) en þrenningarkristnir gera og það er engin kenning heldur ýtarleg greining sem býr að baki þeirri fullyrðingu. Þó skrifuð yrði bók um það eða margar færslur á Vefnum, þá myndi það engu breyta um menningarástandið, í það minnsta ekki í bráð.

Tökum enn skarpari snúning á þessu. Til er sú greining – ekki kenning – að postularnir ellefu hafi svikið Jósúa til krossfestingar og klínt því á Júdas.

Að Júdas hafi reynt að bjarga Jósúa frá þessum örlögum. Hluti þeirrar greiningar er sá að kossinn bendi til að Júdas hafi gefið sjálfan sig í stað Jósúa til krossfestingarinnar og að Jósúa hafi síðar flutt til Kasmír ásamt móður sinni og lifað þar góðu lífi fram á efri ár.

Framangreind kenning er ekki að fara að breyta neinu um ástand kristilegra heimsmynda í menningarheiminum í dag. Hún gæti þó fengið marga til að rannsaka nánar og íhuga hvar þeir standa sem stak innan heildarinnar. Hvort það sé vel eða verr, veit ég ekki. Niðurstaðan er sú sama, meginstraumurinn mun ávallt fylgja valdinu, hvort sem valdið er heiðarlegt og raunhyggið (Reason) eða óheiðarlegt og rökrétt (Logical).

Áður var minnst á þjóðfélagsverkfræðinga og hvernig þeir nýta sér pælingar af þessu tagi og skal nefna tvo punkta í því samhengi. Upp úr 2010 var fólk að missa áhugann á árásinni á Tvíburaturnana ellefta september 2001, eða 911, svipað var uppi á teningnum varðandi Helför nasista í síðari heimsstyrjöld.

Til að vekja áhuga fólks aftur var mörgum kenningasmiðum og greinendum ýtt fram með allskyns óvenjulegar útskýringar og áhuginn var endurvakinn.

Upp úr 1990 var ýtt fram fáeinum en vel útfærðum kenningasmiðum og greinendum á sviði helfararafneitunar og svo fór að margir þeirra voru fangelsaðir og eru sumir enn í fangelsi, og það á lýðræðislegum upplýstum vesturlöndum.

Þannig tókst þjóðfélagsverkfræðingum að slá tvennar flugur í einu höggi, á báðum þeim sviðum sem hér eru dregin fram. Annars vegar að endurvekja athygli milljóna fólks á viðfangsefnunum en ennfremur að búa í haginn fyrir nýjar tilgátukenningar (Theses) fyrir næstu ár og áratugi, sem þó þær fari hljótt, lifa í dulvitund fólks.

Eins og margir vita er sagt að Marteinn Lúter hafi neglt skjal með 95 tilgátukenningum á kirkjudyr og þannig komið af stað endurmótuninni. Þetta er mýta, því þó vel kunni að vera að hann hafi neglt skjalið á dyrnar, þá skipti það álíka miklum sköpum og þetta greinarkorn sem hér birtist.

Stór hópur vina og fylgjenda Lúters, prentuðu á sama tíma tugþúsunda upplag af skjalinu og dreifðu svo víða að ekki var hægt að eyða því út eða ofsækja staka smáaðila sem dreifðu því. Þannig tryggðu þeir að ef Lúter hefði verið fangelsaður, hefði hann – rétt eins og sumir helfararafneitarar – breyst í píslarvott í dulvitund margra.

Hér mætti benda á að samskonar aðferðum hefur verið beitt til að tryggja að fólk man eftir nöfnum á borð við David Icke og Alex Jones vegna þess að meginstraumurinn hefur beitt þá valdi. Þó nöfn þeirra séu sjaldan birt þá eru þau vel greypt í dulvitund fólks.

Framangreint breytti þó engu um Lúter og útskýringar hans heldur það að valdamiklir aðilar tók upp einfaldleika tilgáttukenninganna og nýttu sér í pólitískum tilgangi. Rétt eins og þegar Konstantín valdi þá kristna kverúlanta sem túlkuðu sömu þrenningu og Míþraistar og veitti þeim ásmegin og þannig mætti lengi telja.

Til gamans mætti stinga því hér inn að þegar germanskir herflokkar lögðu Rómaveldi að fótum sér, voru flestir þeirra Aríansk kristnir.

Það er þó aldrei sagt frá þessu í sögubókum, þó til sé ein og ein sem minnist á það. Hið áhugaverða er að næstu tvær kynslóðir á eftir, tóku þeir allir upp þrenningarkristni. Það má þó spyrja sig að því hvort þeir hafi verið í heilögu stríði í upphafi.

Niðurstaðan er sú að það er einmitt þegar tilgátukenningum og greiningum er eytt eða þær ofsóttar, sem fólk fer að veita þeim athygli og það er einmitt þá sem við vitum að valdamiklir aðilar eru að nýta þær eða misnota. Í þessu samhengi minni ég á að söfnuðurinn sem kom saman í forgarði Pílatusar og krafðist krossfestingar, var sami skríll og hafði gleypt í sig fjallræðuna af áfergju og trúað á manninn sem framsagði hana.

 

This entry was posted in Samsæriskenningar and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.