Ríki er hugmynd sem er trúað

Ég hef lengi reynt að benda fólki á að ríkiskerfi er hugmynd sem virkar raunveruleg vegna trúar allra þeirra sem trúa hugmyndinni. Einnig að Trú er hugtak sem merkir hugmynd sem er trúað en hefur ekkert með metafýsík að gera. Einnig þá staðreynd að hugmynd sem er trúað, mun stjórna þeim sem trúir.

Öll umræða um nær allt sem til er í veruleika okkar nútímafólks, eða nútímafólks liðinna alda, getur fallið undir mystík og trú ef við vörumst það ekki. Þess vegna er mikilvægt að átta sig á að það er enginn sannleikur, aðeins meðtekning. Þetta er erfið fullyrðing því eitthvað hlýtur að vera satt?

Það sem Umskiptingar ekki skilja og við öll þurfum að læra, er að einungis Þú átt sálina þína. Jafnvel þótt þú hafir gefið vald yfir henni, með samning eða dáleiðslu, þá geturðu alltaf endurheimt hana. Spurningin er hvernig það er gert, en það ég hef útskýrt víða og þá sérstaklega í ensku myndskeiðunum mínum.

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.