Tag Archives: Borgaraleg mótstaða
Ríki er hugmynd sem er trúað
Ég hef lengi reynt að benda fólki á að ríkiskerfi er hugmynd sem virkar raunveruleg vegna trúar allra þeirra sem trúa hugmyndinni. Einnig að Trú er hugtak sem merkir hugmynd sem er trúað en hefur ekkert með metafýsík að gera. Einnig þá staðreynd að hugmynd sem er trúað, mun stjórna þeim sem trúir. Öll umræða um nær allt sem til er í veruleika okkar nútímafólks, eða nútímafólks liðinna alda, getur fallið undir … Lesa meira
Ég vel sniðgengi
Ég hef ekki notað Plastkort frá hruni, hvorki Debit né Kredit. Ég nota aldrei heimabanka. Þegar mig vantar eyðslufé sæki ég það í hraðbanka og stöku sinnum í næsta útibú. Það eru þúsundir Íslendinga að beita þessu sniðgengi, sem er ástæða þess að hraðbankar hafa nú færslugjöld. Bankakerfið er enn í bóluvexti og fjölmiðlar þegja. Ef Íslendingjar tækju fé sitt úr bankanum í vikunni, fengju aðeins 10% þeirra reiðufé. Hinir fengju … Lesa meira
Lýsing er í minni veröld þjófur
Þegar Lýsing tók af mér bílinn streittist ég á móti sem best ég mátti. Ég hafði borgað í bílnum 60% af láninu.Því miður gat ég ekki lengur staðið í skilum eftir að Fiskistofustjóri eyddi frama mínum. Nú tekur Lýsing bílinn og finnur eitthvað í honum til að gera við. Vissulega þurfti bíllinn viðhald og reyndar hefði ég gert við hið sama og hafði ætlað mér það. Var ég búinn að … Lesa meira
Rafmagns kostnaður
Um svipað leiti og jakkalakkar orkuveitunnar hækkuðu hitann hækkaði rafmagnið. Maður spurði sjálfan sig hverrar þjóðar þessi kvikindi væru. Efnahagur landsins í molum, þeirra eigin skuldsetning fram úr hófi fáránleg, og ég ríkisborgarinn skyldi borga brúsann og stillt upp við vegg til þess. Þar sem ég hafði þegar ákveðið að lækka eigin hitakostnað, með smá áreynslu og árvekni, þá var um aðeins eitt að ræða. Borgaraleg mótstaða! En hvernig lækka … Lesa meira
Hitakostnaður
Fljótlega eftir hrun hækkaði hitinn. Í fjölmiðlum höfðu reglulega birst fréttir af skuldum hitaveitunnar – eða orkuveitunnar – og að erlendu lánin þyrfti að greiða. Ljóst var hver ætti að greiða! Ekki þeir sjálfir! Svo kom að því að hitinn hækkaði, svo sem búast mátti við. Ekki ætluðu Jakkalakkar að axla ábyrgð. Ekki voru þeir að missa störfin sín, lækka í launum, eða á annan veg í hættu. Ég staldraði … Lesa meira