Ég vel sniðgengi

Ég hef ekki notað Plastkort frá hruni, hvorki Debit né Kredit. Ég nota aldrei heimabanka. Þegar mig vantar eyðslufé sæki ég það í hraðbanka og stöku sinnum í næsta útibú.

Það eru þúsundir Íslendinga að beita þessu sniðgengi, sem er ástæða þess að hraðbankar hafa nú færslugjöld. Bankakerfið er enn í bóluvexti og fjölmiðlar þegja.

Ef Íslendingjar tækju fé sitt úr bankanum í vikunni, fengju aðeins 10% þeirra reiðufé. Hinir fengju ávísun eða bankinn myndi loka.

Því leitar kerfið allra leiða til að halda reiðufé inni í bankanum. Því betur sem þeim tekst það, því meira færist efnahagslífið inn í tölvurnar. Þessar sömu og vissu ekki hve mikið bankarnir áttu rétt eftir hrun.

Þessar sömu tölvur rukka Þjóðina um allt sem hún á. Þessar sömu tölvur og hækka lánið þitt hraðar en þú greiðir. Þessar sömu sem ber á götuna þá sem ekki geta greitt.

Ég hef stillt bankann þannig að ef ég fæ greitt inn á reikninginn fæ ég tilkynningu. Ég fylgist með því ég treysti  bankanum álíka vel og stjórnmálafólki.

Maður sem bregst trausti þarf að ávinna sér traust og bankar einnig. Sérstaklega í ljósi síðustu ára. Ég borga því aldrei reikning í heimabanka heldur fer á staðinn og borga yfir afgreiðsluborðið. Þá nota ég tækifærið og yfirfer reikninginn.

Mér er alveg sama þó ég þurfi að borga seðilgjald. Ég vil ráða ferðinni en ekki vera hjól í neytendavél svo langt frá gangi nátturunnar að menntun mín verður að smán. Ég vil ráða minni eigin vegferð og sjálfsvirðing mín er meira virði en seðilgjald.

Aðal málið er að ég er að láta kerfið hafa fyrir mér, tefja fyrir; og gefa til baka þau óþægindi sem það hefur gefið mér. Þeir hafa þvingað mig og ég er í mótþróa. Ég tala um þetta, ég segi öðrum frá og ég hvet aðra til að hugsa um þetta því ég veit að þegar þúsundir fara að beita mótþróa þá þvingum við kerfið.

Nú segir einhver að ég fái engan til að taka þátt.

Kannski ekki, en það er frekar að einhver taki þátt ef ég tek fyrsta skrefið og næsta. Það er eins með þig, ef við erum tvö á vegferð, þá eru fleiri líkur til að þriðji bætist í hópinn. Þannig hafa allar hreyfingar vaknað.

Mér er því sama þó ég borgi seðilgjald. Það er einmitt þvingun seðilgjalds sem heldur þér á í ramma bankans. Það er stærri upphæð í húfi, svo seðilgjald er ekki vandinn, heldur frelsi heillar þjóðar. Þó Íslendingar standi sjaldan saman í aðgerðum þá gæti það breyst núna.

Þegar ég geri mér ferð á afgreiðslustaðinn og greiði  í persónu, þá gerist fleira en að tefja fyrir. Ég nota aldrei plastkort ef ég kemst hjá því. Ég tek ævinlega út reiðufé og nota í allar greiðslur og í einkaneyslu. Því er mér raunverulegt þegar ég greiði fé, en fyrir flestum er það bara reikniformúla á bak við strau.

Það er löngu ljóst að þeir sem nota reiðufé spara 15% í samanburði við þá sem nota plast.

Að fara í heimabanka og merkja við færslur, smella  á greiðslu er ekkert raunverulegt! Það er bara númer á tölvuskjá. Það er engin tilfinning fyrir verðmæti fólgin í því.

Auðvitað veit ég að ég er að greiða fyrir hitann, rafmagnið, húsaleiguna og svo framvegis. Auðvitað veit ég þetta og það eru raunverulegir þættir. En það er athöfnin sem er óraunveruleg og kerfið sem er að beita mig ofríki vill fjarlægja mig frá gjaldmiðlum.

Það er ástæða fyrir því hvers vegna heimskerfi bankanna vill að við fjarlægjumst tilfinningu fyrir verðgildi gjaldmiðla, og ég hlýt sem upplýst mannvera að streitast á móti. Banka klíkur hafa ekki sýnt sig í að hafa velferð almennings í fyrirrúmi.

Þetta er virka verkfærið sem ég hef. Ég sýni að ég læt ekki vaða yfir mig. Ef aðrir vilja fljóta með vilja valdhafa þá þeir um það en ég beit sniðgengi og virkum mótþróa. Ég nota menntun mína, ég afla mér þekkingar, ég mynda mér afstöðu og vel að vera frjáls.

Ég á samskipti við fólk, er meðlimur í samfélagi, tölvan getur átt sig, hraðbankinn og plastið einnig.

Þessi aðferð krefur mig um samskipti við fólk og eykur á snertingu mína við afgreiðslufólk. Það mun koma þér á óvart hve mikið af starfsfólki stofnana er sammála þeim málstað sem við Þjóðveldisfólk stöndum fyrir. En fyrst þarf að hitta það og skiptast á orðum til að heyra – eða sjá – hvað því finnst.

Oftar en ekki hitti ég á jákvætt fólk sem hefur einnig áhuga á andlegum gildum. Mér finnst tíma mínum vel varið að eiga samskipti við aðra Íslendinga, jafnvel þó sé mér ósammála um margt.

Starfsfólk er í hlutverki og þó það taki við peningunum mínum er það ekki alltaf sammála yfirboðurum sínum. Það er trústyrkjandi fyrir þetta fólk að finna að þau eru ekki ein. Að við erum ekki stjarfar brúður í vél, hvorki þau né við hin.

 

Þessi grein er umrituð og stytt útgáfa eldri greinar í greinaflokknum Endurreist Þjóðveldi og var fyrst byrt á gudjonelias.blog.is.

 

 

This entry was posted in Þjóðveldi and tagged , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.