Verkfæri markþjálfunar í Ferlinu

Þú ætlar að breyta venju á borð við fara fyrr að sofa. Svo hefst skemmtilegt efni í sjónvarpinu og þú gleymir háttatímanum. Svo vaknarðu þreyttur og hugsar „ég fer alltaf seint að sofa og get ekki breytt því“.

Photo1441aMargir nota lista í svona vanda. Ferlið hefur ekki áhuga á listum og skipulagi. Þegar þú ætlar að vaka lengur eða fá þér súkkulaði manstu ekki listana. Flóknar útskýringar á flókinni tækni er ekki í boði.

Áherslan er á einfalda tækni og skýr viðhorf, til að ná árangri. Aðal áhersla ferlisins er því á viðhorf. Þú setur þér markmið og endurmetur það reglulega. Þú velur þér dagvenjur og mótar þær smámsaman til árangurs. Þú notar til þess einföld hugarkort og einfaldar glósur. Aðal verkfærið er tíminn. Þú leyfir þér að ná árangri smámsaman í stað þess að rífa þig niður ef það gerist ekki strax.

  • Markmið og Endurmat
  • Dagvenjur og skipulag
  • Hugarkort og glósur
  • Herra Tími

Við viljum einfaldar skýringar og einföld viðhorf í daglegu lífi. Við viljum vita að ástæðurnar séu vel ígrundaðar og byggðar á föstum grundvelli. Það dugar að vita að þær séu þarna. Við viljum ekkikafa djúpt í sálfræði eða heimspeki í hvert sinn – þó gaman sé.

Á orrustuvelli lífsins hefurðu ekki svigrúm til að spyrja þig um merkingu stríðsins. Geymdu slíkt fyrir eldhúsumræður.

Flest námskeið í sjálfshjálp bjóða mörg tól og flóknar útskýringar. Sem gleymast þegar við þurfum að nota. Þess vegna er Ferlið einfalt, aðferðir einfaldar, og árangurinn lærist. Hópvinnan tryggir að tólin skili venjum sem skila árangri. Þannig vex viljastyrkur.

Að setja sér markmið, og endurmeta eru fín orð og mikið notuð. Það tekur tíma að læra á þetta hugartól. Við viljum árangur strax en ekki á morgun, því okkur liggur á. Ferlið í hnotskurn er því þannig: Þú byrjar ferðina á einhverjum stað. Lærir einfaldar aðferðir og fetar þig í rétta átt.

Allar breytingar sem þú vilt sjá í lífi þínu taka tíma og löng ferð tekur mörg skref. Við sjáum ekki árangur ef við horfum á endatakmarkið. Því smáu skrefin skila okkur í rétta átt. Hefurðu horft á stóra vísinn á klukkunni? Þar kemur endurmat til hjálpar. Aðferð til að sjá smáu skrefin sem skila þér áfram.

Ekki ólíkt því að klífa fjall, sem er einmitt gert skref fyrir skref, upp á við: Ef ferðin er erfið og toppurinn virðist langt í burtu – þá finnst þér hægt miða og ferðin leiðinleg. Ef þú hvílir þig reglulega og lítur til baka, sérðu hve hátt þú ert kominn og hve ferðin er skemmtileg.

Einfalt er betra en flókið. Einföld viðhorfsbreyting sem skilar árangri. Þeir sem ná mestum árangri í lífinu hugsa allir svona.

 

 

This entry was posted in Ferli hins jákvæða vilja and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.