Sannleiks og sáttanefnd

Sannleiks og sáttanefnd, fyrir gerendur og þolendur kynofbeldis, gæti orðið farvegur fyrir gríðarlega heilun og bata fyrir allt samfélagið.  Þar getur manneskja stigið fram og segir „ég kem með þessa játningu til að undirstrika að ég er veikur maður og ég þarf hjálp“.

Hún hefur vissulega unnið öðrum einstaklingum tjón og skaða. Sjálfur er ég fórnarlamb og myndi vilja opna fyrir farveg sannleiks og sáttanefndar. Þar sem gerendur jafnt sem þolendur geti komið út úr skápnum. Geti þar tjáð sig um hverjir þeir eru, hverju þeir hafi lent í. Leitað sér bata. Leitað fyrirgefningar, og úrræða.

Samfélagið geti losnað úr því að vera í endalausum fordómum og refsingum, eða einelti, við að dæma þessa vesalings menn (og konur). Þetta eru vissulega ofbeldismenn, ég hef séð afleiðingar ofbeldis af völdum svona fólks bæði manna og kvenna.

Ég held að það yrði áhugavert fyrir samfélag af okkar tagi þar sem allt að þrjátíu prósent þjóðarinnar hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi – af einhverjum toga –  ef hún opnaði fyrir farveg heilunar af þessu tagi.

Ef gerendur geti óhræddir leitað til “sannleiks og sáttanefndar” til að leita sér heilunar og opnað fyrir að þolendur geri það einnig, að svo mörg sársaukamein okkar væna samfélagst myndu heilast. Eins og graftarkýli sem stungið er á.

Að ekki sé talað um hve eftir því yrði tekið á heimsvísu og hve framarlega við myndum verða í umræðu þjóðanna um andlegar framfarir af ýmsum toga.

*

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.