Vindmyllur hugans og útvíkkun á vitund

Í skammtatilveru þá er allt vitund. Atómið hefur vitund rétt eins og blómið, sólin eða ég – þú. Þegar þú neytir einhvers tekur þú þátt í vitund þess. Því getur vitund hveitijurtar – og frumuminni hennar – haft áhrif á þína vitund, og tilfinningar eða greind – þegar hennar er neytt.

img-coll-0165Skynjunarlyf eru með vissar ábendar varðandi þetta eins og Terence McKenna hefur margbent á og bókin “The Doors of Perception” eftir Aldous Huxley en sú síðari er frábær lýsing á áhrifum Meskalín á vitundina.

Tökum sem dæmi áhrif sveppa, hveitis eða kaktuss á vitund og skynjun og berum saman við áhrif framleiddra kemískra efnasambanda sem eru fjarlægri náttúrunni.

Mörg dæmi eru um áhugaverð áhrif Kókalaufs, Kannabisjurta eða Valmúa á vitund en hreinsuðu efnasamböndin á borð við Kókaín, Heróín eða þá LSD (sem líkir eftir Meskalíni) benda til skaðalegra áhrifa á heilsu og persónuleika.

Menning okkar lifir í auknum mæli á fæðu sem hefur farið í gegnum vélar, hreinsanir og meðhöndlun af ýmsu tagi sem drepur niður hið lífræna og rústar jafnvæginu. Við sjáum áhrif þess á vitund samtímans.

Hver kannast ekki við að þegar fæðan inniheldur áberandi magn af hveitafurðum að tilfinningasveiflur eru dýpri og dramakenndari?

Eitt sem mér þykir áhugavert í tengslum við McKenna og Huxley. Báðir snillingar orðsins, báðir vel menntaðir á sínum áhugasviðum, og báðir mjög áhrifamiklir kennarar. Báðir upplifðu áhrif efnanna á vitund sína frá sjónarhorninu ég. Tökum dæmi.

Þegar Aldous Huxley lýsti fyrstu reynslu sinni af Meskalíni var öll lýsingin staðfærð út frá vitsmunalífi hans sjálfs. Hann lýsti þó snilldarlega vitundarvíkkun sem margir andlegir leitendur hafa öðlast í gegnum mismunandi tegundir af innhverfri íhugun eða endurspeglun (Reflection), svo og lærdómi leitandans í gegnum skólun reynslunnar.

Þar sem vitundarvíkkun færir skynjun á veruleika út fyrir hann sjálfan og hann sér meiri dýptir, fleiri tóna, óútskýranlegan skilning og um leið vissa friðsemd eða kyrrð. Öll túlkun þeirra var staðfærð á þann veg að skynjun mannshugans gæti verið blekking og að mannshugurinn þyrfti – eða græddi á – að opna vitund sína fyrir víkkun almennt.

Með öðrum orðum gefa þeir til kynna að vitund okkar sé takmörkuð og hugsanleg blekking. Ég leyfi mér að koma með þriðja sjónarhólinn: vitundarvíkkun þeirra hafði ekkert með mannshugann að gera heldur voru þeir gestir í hinni kollektívu vitund jurtanna. Gæti vitund þín upplifað á vissan hátt að vera gestur í vitund sólna?

Hinn nýi sannleikur er því ekki æðri né óæðri heldur sú vitund sem hin vitundin upplifir og endurspeglast í eða dansar með þinni þegar hennar er neytt.

Næsta vitund er ekki endilega næsti sannleikur eða nauðsynlega næsta vídd í tröppugangi, heldur bara önnur vídd og þá öðruvísi en þín en samt í sama efnisheimi. Margir vitringar mannkynssögunnar hafa bent á að til séu sjö vitundarvíddir, sjálfur hef ég lengi trúað að þær séu níu. Eins og einn söngtexti segir svo skemmtilega, við erum í vindmyllum hugans.

 

Ég skelli hér með tengli á bókina „The Doors of Perception“ eftir Aldous Huxley.

httpv://www.youtube.com/watch?v=fp6Dpd41xZg

 

Einnig frábær fyrirlestur Terence McKenna hjá Jung Society í Kaliforníu.

httpv://www.youtube.com/watch?v=YWoHLcHC0oM

 

Sjálfur hef ég ekki reynt þær leiðir sem þessir tveir snillingar mæla með. Ég þekki þó vel það sem þeir lýsa því ég hef upplifað samskonar í gegnum innri íhugun, og endurspeglun (reflection) og þá sérstaklega það sem ég nefni á ensku „meditative stance.“

Með öllu þessu þá vil ég meina að við græðum öll á því að víkka vitund okkar en hvaða leið fólk vill fara kemur mér ekki við. Eins og Biblían segir í Predikaranum, þá höfum við leyfi Guðs til að kanna ótroðnar slóðir en verðum þó dregin til ábyrgðar á afstöðu okkar.

 

 

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.