Tag Archives: Sannleikur

Sannleikar elítunnar þyrla upp moldviðri hugans

img-coll-0222

Ástæðan fyrir því að almenningur trúir fjölmiðlum er tvíþætt. Fyrri þátturinn er sá að fjölmiðlar segja frá viðburðum og atvikum. Viðburður er sumsé eitthvað sem gerist en atvik er eitthvað sem einhver segir frá s.s. tilkynningar stjórnvalda og annarra. Síðari þátturinn eru amerískar bíómyndir um blaðamennsku sem hafa dáleitt almenning til að trúa á hinn baráttuglaða rannsóknarblaðamann og hugrekki hans til að fletta ofan af spillingu. Við sem köfum dýpra, … Lesa meira


Vindmyllur hugans og útvíkkun á vitund

img-coll-0165

Í skammtatilveru þá er allt vitund. Atómið hefur vitund rétt eins og blómið, sólin eða ég – þú. Þegar þú neytir einhvers tekur þú þátt í vitund þess. Því getur vitund hveitijurtar – og frumuminni hennar – haft áhrif á þína vitund, og tilfinningar eða greind – þegar hennar er neytt. Skynjunarlyf eru með vissar ábendar varðandi þetta eins og Terence McKenna hefur margbent á og bókin “The Doors of … Lesa meira


Að totta sannleikann blandaðan spýtti

tviburar

Ef Bandaríska byltingin er skoðuð ofan í kjölinn, forsendur hennar, aðstæður og sú stjórnarskrá sem var rituð í tilefni hennar, birtist eitt flottasta samsæri sem sagan á. Hrein og tær hugarblekking sem er augljós um leið og réttu punktarnir eru tengdir. Ég trúi varla að ég hafi komið auga á það, en útskýringin er flóknari en stöðuuppfærsla leyfir. Hins vegar, sé samsæriskenningin rétt, þá birtast önnur samsæri sem eru dálítið … Lesa meira


Geld þekking

img-coll-0605

Þú þröngvar ekki fólki til að hugsa, en þú getur tælt hugsun annarra. Því meira sem þú útskýrir hugsun fyrir öðrum manni, því meir mun hann streitast gegn huga þínum. Gefir þú hugsun þína í skyn – sem er djúp list- leggur hann saman orð þín. Þannig finnur hann á eigin spýtur innihald hugsunar þinnar og öðlast innblástur. Þannig virkar öll hugsanaþróun. Því sá sem öðlast innblástur bætir við sinni … Lesa meira


Hikandi ég frekar en ég án hlutverks

img-coll-0005

Einu sinni kom Peter Sellers, sá ástsæli gamanleikari, í viðtalsþátt. Spyrillinn hafði orð á því að Sellers hefði tekið skýrt fram við sig, að hann myndi ekki koma sem hann sjálfur. Peter Sellers var þekktur fyrir þetta viðhorf, og útskýrði að ég held aldrei hvers vegna hann var svo harður á þessu. Á hverju sem tautaði og raulaði var hann fyrst og fremst leikari og þverneitaði á nokkurn hátt að … Lesa meira