Spuninn um Evrópuflörtið

Það var aldrei ætlun Elítunnar, í raun og veru, að sækja um ESB aðild. Frá fyrsta degi var ljóst að umsóknin yrði dregin til baka. Fjölmiðlar voru hins vegar notaðir á ísmeygilegan máta til að a) telja þjóðinni trú um að umsókn væri eftirsóknarverð og b) að láta hana halda að umsóknin væri raunhæf.

Sjálfmenntaðir sáu í gegnum hvorutveggja og hið sama er uppi á teningnum núna; meginmiðlar gera í því að spinna upp óánægju fólks yfir að ríkisstjórnin dró umsóknina til baka.

Ekki er ósætti við að umsóknin sjálf var dregin til baka heldur að þjóðin fékk ekki að kjósa um það, sem sömuleiðis er blekking.

Öll umræða um hvort þjóðin fái þjóðaratkvæðagreiðslur (referendum) eða ekki, viðheldur þeirri blekkingarlýgi að í landinu sé lýðræði en ekki lýgræði. Miðað við hversu auðvelt virðist að spinna upp hitann í fólki og viðhalda viskuskorti þjóðarinnar, er vafasamt hvort lýðurinn muni nokkru sinni afdáleiðast.

Til hvers er ég að röfla yfir þessu? Ekki ætla ég að afdáleiða né dáleiða ofmenntaðan skríl sem heldur að innrætt hugsun sé skapandi hugsun. Þessi færsla er vistuð í þeim tilgangi einum að ég geti hvenær sem er sagt „told you so.“

Hví ætti mér ekki að vera sama þó dáleiddur skríllinn þokist á færibandinu nær eigin glötun, ef hann stígur sjálfur á drifpedalana?

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.