Að elska orðagjálfur

Það er oft sem ég las ekki allan textann í fréttum fjölmiðla. Sérstaklega um stjórnmál. Það er svo mikið af faglegu orðagjálfri. Mér verður oft óglatt þegar stjórnmálamenn og þeirra háttvirti orðhengilsháttur reynir að útskýra að þeir hafi staðið við loforðin eins og frekast var unnt – þó það sjáist ekki.

Sem minnir á hvernig starfsfólk ráðuneyta og stofnana iðkar ákveðna mállýsku innan tungutaks faglegs orðagjálfurs. Mállýsku sem er betur útskýrð í bók minni Varðmenn kvótans. Meðan eitthvað hljómar nógu faglega, nógu yfirvegað og ígrundað, þá gleðst áheyrandinn og mælandinn hlýtur að vita betur hvað um sé rætt.

Þjóðin trúir yfirleitt orðagjálfrinu – eða reynir að trúa – og er sátt meðan sjónvarpið er skemmtilegt, ánægð að hafa verðuga fulltrúa við Austurvöll og ábúðarmikla starfsmenn í ráðuneytum og stofnunum. Fulltrúa sem standa vörð um hagsmuni sem þjóðin hefði meira vit á ef hún læsi milli línanna í orðagjálfrinu:

Hagsmuna sem hún veit hverjir eru, en meðan hún trúir gjálfrinu og hefur áhyggjur af lágmarkslaunum eða hversu mikið kemst í innkaupakörfuna, gleymir hún að stjórnarflokkarnir sem nú eru við völd lofuðu í tíð síðustu stjórnar að lækka álög á eldsneyti: Álögur sem eru að blóðmjólka þjóðina okkar.

Ég mun ekki að þreyta þig lesandi góður og endurtaka hér hvernig við getum breytt þessu með endurreistum héraðsþingum og endurvakið upprunalegan tilgang Alþingis, eða hvernig við sem eigum valdið getum endurreist beint lýðræði.

Þess í stað minni ég þig á að fjölmiðlar þegja yfir því að bankarnir eru jafn hætt komnir í dag vorið 2014 og þeir voru sumarið 2007. Forðaðu fé þínu í skjól.

 

 

This entry was posted in Þjóðveldi and tagged , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.