Opið bréf til Lýðveldiselítunnar

Fyrir fjórum árum sýndu landvættirnir að þeir voru reiðir. Í ár sýna þeir að þeir eru reiðir. Sumarið var kalt í anda þess. Í myndinni Draumalandið var því ítrekað spáð af Íslenzku fólki að landvættirnir væru og yrðu reiðir.

 

Enn fleiri hafa minnt á það. Enn fleiri muna vel hvaða spilling kom þar fram. Enn fleiri vita hvað nú er í gangi og hefur verið árum saman. Ég læt mér viturra fólk telja það upp.

 

Ef þú trúir ekki að landvættirnir eða móðir þeirra Fjallkonan séu til, þá hvorki trúirðu myndinni á skjaldarmerki hins svonefnda Lýðveldis þíns né ímyndinni sem röflar yfir þér á afmælisdegi Jóns Sigurðussonar sem Lýðveldismafían heldur upp á ár hvert síðan 1944.

 

Sömu viku og afmælisdagur þjóðar þinnar er. Sömu viku og afmælisdagur beins lýðræðis er. Sömu viku og afmælisdagur 39 sjálfstæðra héraðsþinga er. Sömu viku og þín þjóð hélt hátíðlega við hverjar sumarsólstöður í meira en fjórar aldir.

 

Þú baðar þig í orðagjálfri og kosníngapípi frekar en heiðri og dyggð þjóðar þinnar. Þú hefur meiri hug á að vernda bankaklíkuna sem á þig en þjóðinni sem fæddi þig. Þú hefur meiri áhuga á blaðri en dug.

 

Ég fyrirgef þér og ætla að láta mér þykja vænt um þig. Eins og óþekkan þverlyndan krakka. Því ég trúi á eitthvað sem er merkilegra en uppþornað ímyndunarafl þitt skilur.

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.