Áttavillt skapandi hugsun

Þegar rætt er um úrræði kemur oft ginnunga gapið í ljós. Hvarvetna í bloggheimum, eða í umræðunni almennt, heyri ég fólk hrópa á lausnir.

img-coll-0213Margir koma með tillögur að breytingum en nær enginn með tillögur að umbreytingu.

Endurreist Þjóðveldi er eina tillagan sem fram hefur komið síðustu áratugi, og jafnvel aldir, sem kemur með raunhæfa og einfalda tillögu að umbreytingum.

Ekki nóg með það heldur mun hún virka á mettíma þegar hún hefur sig til flugs, því hún er nógu einföld til þess og virkjar skapandi hugsun. Hins vegar er lítið um að skapandi hugsun sé virkjuð í samtíma okkar.

Margmiðlun ráðandi afla stuðla að svartsýni, efahyggju og bælingu. Margar aðferðir eru nýttar og ég treysti því að lesandi minn hafi sjálfur velt því fyrir sér eða þekki aðferðirnar sé hann áminntur að gæta að þeim.

Erum við rétta lausnin? Nei! Erum við bezta lausnin? Alls ekki. Við erum eina lausnin sem fram hefur komið. Eina lausnin að umbreytingu, endurbyggingu og endurhönnun sem opnar samtímis fyrir hreinsun hins gamla og spillta um leið og hún opnar veginn fyrir þáttöku allra stefna og afla.

Því er eðlilegt að það taki tíma fyrir þá fáu sem hafa séð eða heyrt málflutning minn að íhuga rökin, sýnina og viljann. Því við erum alin upp í samfélagi sem fyllir höfuð okkar af mælanlegri þekkingu en letur okkur til að tengja punkta. Við íhugum hvorki þekkingarpunkta í samtímaþekkingu né heldur sögulega punkta eða punkta sem spanna veröldina.

Slík þjálfun er nokkuð sem heimspekingar tileinka sér. Þó aðeins að tilteknu marki.

Því svo lítið er um skapandi hugsun á þeim vettvangi einnig að segja má að síðasta nýjung í heimspekisköpun hafi komið fram með Friðriki Nítsje. Hann var dýnamít, en hvar er vetnissprengjan? Þetta síðasta er ritað fyrir þá sem lesið hafa Handan góðs og ills.

Þegar við sjáum tillögur, hugmyndir og uppástungur erum við alin upp við að þrefa um þær og rökræða. Við ræðum hvort þær séu geranlegar og viðeigandi, hverra hagsmuna þær munu þrengja og hverjum þær umbuna. Svo kemur egóið, því hver og einn vill að sín hugmynd verði fremst.

Enginn vill láta kveða sig í kútinn. Samvinna er leiðigjörn, því hver á að leiða hana? Svo týnumst við í að rífast um trén í skóginum og týnum skóginum sjálfum.

Þetta er það sem gerist þegar Endurreist Þjóðveldi er rætt. Fólk dettur niður á plan á borð við, þetta er afturhvarf til fortíðar eða við verðum að borga eða þetta er ljóta ruglið eða þú færð enga með svo slepptu þessu og svo mætti lengi telja. Enginn sér skóginn, því við erum alin upp við að þrefa og festast í hjólfari.

Ráðandi öfl, eða ráðandi straumar, hagnast á kyrrstöðu. Því er umræðum beint af Varðhundum kyrrstöðu í þær brautir  að vera fastar í hjólfari. Ég sting því upp á öðru hjólfari:

Látum gott heita hvort hugmyndir mínar séu rugl eða óraunhæfar. Gefum okkur smá séns í því sem Edvard De Bono nefndi Lateral thinking og er virt aðferð sem notuð er af nær öllum sem skara fram úr í stjórnun, viðskiptum eða vísindum: Gefum okkur að grunnhugmyndin virki.

Gefum okkur að Nýtt þjóðveldi rísi, það afmái skuldir þjóðarinnar og gefi almenningi og viðskiptalífinu hreinan skjöld eða autt blað. Gefum okkur að hægt sé að byrja frá grunni, fyrir almenning,  viðskiptalíf og stjórnmálalíf.

Hvernig myndum við þá gera hlutina? Hvernig myndir þú vilja sjá hin ýmsu málefni? Hvað með lífeyrissjóði? Hvað með erlend samskipti? Hvernig yrði eftirlit með stofnunum? Hvernig yrði ýtt undir nýsköpun? Hvaða tillögur blunda í þér sem þú gætir komið á framfæri?

Þjóðveldi vill sjá tillögur frá fólki, frá öllum borgurum, efafólki, lýðveldisfólki og þjóðveldisfólki.

Hver sem er getur sent inn tillögur. Við getum stofnað spjallborð, eða FB grúppu. Allt er hægt, en maður þarf stundum að komast yfir blindhæðina til að sjá hvernig landslagið er hinum megin. Umfram allt, ef við ætlum að skapa beint lýðræði þurfum við að læra að nota það.

Ég hef áður minnst á að til eru einföld drög að stjórnarskrá – á alþýðumáli – sem þegar er verið að ræða. Hún er í dag í 47 greinum. Hvað er stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins löng? Hvað með tillögurnar frá 2012? Okkar skrá er tillaga að umræðu, handa þjóðinni og hún er einföld því hún er hönnuð til að virkja vald þjóðar sinnar.

Stjórnarskrá Þjóðveldis er sú eina í mannkynssögunni sem beinlínis krefst þess að þjóðin breyti henni og einnig sú eina sem ætlast til þess að þjóðin ákveði sjálf hvernig sköttun skuli háttað. Þá bannar hún með öllu allt hernaðarbrölt innan lögsögu sinnar og gefur þjóðinni færi á að velja sjálf gjaldmiðil sinn.

Valdið er þitt, en til að nota það þarftu að trúa á sjálfan þig og smíða samfélag með nábúa þínum. Ef þú gerir hvorugt, þá mun elítan gera það fyrir skuggavaldið, þér í óhag. Ef þú vilt.

 

 

This entry was posted in Þjóðveldi and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.