Þjóðveldishátíð 2014

Það er stutt í þjóðveldishátíð lýðræðis Íslendinga. Í fyrra var haldin sú fyrsta í átta hundruð ár. Hátíð sem er tileinkuð lýðræði, frelsi og sjálfræði.

Eins og ljóst er af greinum Þjóðveldisfélagsins er málefnið risastórt. Hvernig við getum yfirgefið Lýðveldið og leyft því að rotna í eigin spillingar haug en jafnhliða endurreist hugsun Þjóðveldis á frelsis vilja Íslensku þjóðarinnar.

Við ætlum ekki að gera þetta með byltingu né ófriði. Við ætlum á einfaldan hátt að beita borgaralegum mótþróa, standa gegn spillingu kúgunar, og yfirgefa. Við beitum því valdi sem allir borgarar hafa, buddunni og tíma.

Við tefjum fyrir stofnunum og kerfi, og við borgum bara það sem við sjálf viljum borga.

Það skiptir höfuð máli að einblýna á þjóðveldis hátíðina sjálfa sem aðal brennipunkt og hornstein okkar baráttu. Þar hittist hópurinn, hversu lítill eða stór sem hann verður, og ræðir málin. Þar endurreisum við tilfinninguna fyrir sögunni, virðinguna fyrir þjóðinni, og ræktum þá sál sem sameinar.

Þar prófum við héraðsþing í tvo daga og Alþingi í einn dag. Þar ræðum við um hvernig við munum endurmóta nýja Stjórnarskrá þjóðarinnar. Það gerist á Þingvöllum, þar sem upprunalegt Alþingi á heima, þar sem það fæddist.

Afar mikilvægt er að þjóðhátíð þjóðveldis – þjóðveldishátíð – verði haldin við sumarsólstöður. Ár hvert í þrjúhundruð og þrjátíu ár var Alþingishelgin sett á fimmtudegi við sumarsólstöður. Þeir goðar – alþingismenn – sem ekki voru mættir þegar þinghelgi var sett voru útlægir.

Þetta er fyrnasterk hefð og hún mun sameina okkur.

Frá hruni hefur ríkt mikil reiði á landinu. Sumir voru vel stæðir við hrun og misstu mikið en hafa þó ekki kynnst skorti, þeir bíða rólegir þess að efnahagsvélin sem skóp bóluna taki við sér. Fleiri voru skuldsettir og misstu allt sitt, sumir svo hressilega að þeir lentu á götunni með fjölskyldu sína. Enn aðrir misstu einnig vinnu sína.

Þegar heilt samfélag fer á hausinn – sem við gerðum – þá er eðlilegt að mikil reiði grípi um sig. Nú eru nær sex ár liðin frá því að bólan sprakk – sem kallast bankahrunið 2008 – og megin þorri þjóðarinnar bíður þess enn að eitthvað sé gert henni til framdráttar.

Hins vegar virðist koma á daginn að stjórnmála elítan þjóni öðrum hagsmunum en þjóðar sinnar, og því er reiðin mikil.

Þetta er í megin dráttum ástæða þess að Endurreist Þjóðveldi varð til. Löngun í beint lýðræði, vilji til að afskrifa þjóðarskuldir en ekki greifaskuldir, og umfram allt að skapa gegnsæi sem gagn er að.

En hvernig á að umbylta heilu samfélagi? Með því að gera bankaklúbbi sem enginn veit hver á eða hver ræður að bjóða upp eignir fólks og bera það út og á meðan bíða þess að virkjanatröllin og álbarónar skapi aðra eins flækju og gert var fyrir austan fyrir hrun? Á að láta þjóðina þjást þar til óskilgreind kraftaverk koma til skjalanna?

Sumir vilja ganga svo langt – miðað við athugasemdakerfi á fjölmiðlum og á samskiptasíðum – að beita valdi og ofbeldi, sem væri bylting. Bylting er ekki kostur því ofbeldi er aldrei úrræði. Auk þess er ekki dugandi að færa niður skuldir eða leyfa fimmtán prósent kjósenda að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslna meðan býlin brenna.

Við getum ekki barið í bumbur og látið reiðina afgreiða eitt hrun með kljásturslegum úrræðum.

Við hljótum að nota tækifærið og spyrja stærri spurninga svosem hvernig á að auka gegnsæi, hvernig á að krefja stjórnmálaklúbba um ábyrgð, hvernig á að koma á beinu lýðræði sem virkar, hvernig á að auka ábyrgðarkennd hins almenna borgara?

Enn fleiri spurninga má bera fram en aðal spurningin er: Hvernig á að umbreyta samfélagi og þjóð til betri vegar þjóðinni allri til heilla svo samstaða og þjóðarsátt náist um, og það til framtíðar? Okkar svar er að bjóða þjóðinni umræðu valkost þar sem allir komast í umræðuna. Miðjan á þessum valkosti er sett á Þjóðveldishátíð.

Þjóðveldishátíðin er sett á fimmtudegi við sumarsólstöður ár hvert. Sú hefð var endurvakin við Þingvelli á sumarsólstöðum 2013 af fámennum hópi Þjóðveldismanna.

Það er sami dagur og Allsherjarþing var sett til forna á Þjóðveldisöld. Þessi viðburður var talinn háheilagur og var haldinn árlega í meir en fjórar aldir. Staðurinn er Þingvöllur, okkar heilagasti blettur, þar sem þjóð skóp sér beint lýðræði fyrst þjóða og varði um aldir.

Þjóðveldishátíð sumarið 2013 var fámenn og helg þeim sem þátt tóku. Hún er tileinkuð helgustu gildum þjóðar okkar og mannkyns alls. Hún er miklu stærra fyrirbæri í hugsun þeirra sem skilja gildi hennar en hægt er að skýra með fáeinum orðum.

Hver skipuleggur? Hvernig er staðið að?

Það skiptir engu því dagurinn var markaður sumarið 930 og viðhaldið af forfeðrum okkar um aldir. Við vitum hvar staðurinn er og eigum léttara með að mæta en þeir sem gengu eða riðu yfir landið í þá tíð.

Eftir því sem árin líða og fleiri vakna til vitundar um arfleifð frelsis, sjálfsákvörðunar og gildi beins lýðræðis, mun þessi viðburður verða stærri og jafnframt veitt meiri athygli erlendis frá.

 

 

This entry was posted in Þjóðveldi and tagged , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.