Endurreist Þjóðveldi 2013

Hugmyndin að Endurreist Þjóðveldi fæddist óvart. Sem áhugamaður um heimspeki og trúmál hef ég aldrei haft áhuga á stjórnmálum og lítinn á samfélagsmálum.

Ef eitthvað er hafði umræða stjórnmála og ýmissa samfélagsmála gert mig fráhverfan þeim vettvangi.

Í raun var það þrennt sem varð kveikjan að viðsnúningi mínum.

  • Þegar ég þróaði „Ferli hins jákvæða vilja“ lærði ég hvernig reiður og bitur maður getur umsnúið eigin persónu til jákvæðrar og skapandi tilveru.
  • Þegar ég ritaði bók mína „God’s Will“ fór ég að sjá trú og trúarsögu á annan máta en ég hafði gert meðan ég fylgdi trúarkerfum. Bókin var rituð til að losa sjálfan mig frá tilteknum trúarefa (Crisis of faith) en svo furðulegt sem það er þá reit ég hana á þrem dögum, og það svangur.
  • Þá kom almenn umræða um samfélagsmál frá hruni sem vakti mér stórar spurningar. Hvernig er landið okkar mótað, hvernig hafa stjórnmál og efnahagsmál fjarlægst fólkið, og hvernig getur lýðurinn endurmótað sitt eigið?

Ég hóf að ræða við fólk hvarvetna um ýmis mál sem tengjast þessum þrem þáttum. Smám saman sá ég að hver einasti þegn Lýðveldisins, sér sjálfan sig sem frjálsan ríkisborgara, eða borgara. Taktu eftir að mín eigin skrif hafa endurmótað sýn mína þannig, Þegn lýðveldis, Borgari Þjóðveldis. Teymdur eða frjáls?

Enn fremur sá ég að forfeður okkar bjuggu yfir sýn sem er horfin af yfirborði þjóðarinnar. Sýn sem enn slær sterkum takti undir yfirborðinu. Því réri ég á mið fortíðar og prófaði að skoða sögu okkar með viðhorfum Ferlisins. Niðurstaða mín varð greinasafn sem ég nefni „Endurreist Þjóðveldi 2013.“

Greinar þessar rökstyðja hvernig Íslenska þjóðin getur endurreist raunlýðræði Þjóðveldis. Hvernig þetta megi gerast á stuttum tíma og með áhrifaríkri aðferð Skapandi hugsunar og Borgaralegs mótþróa.

Bókin er nú aðgengileg á shop.not.is og á rafhladan.is Bæði má sækja hana á Acrobat PDF sniði, og prenta út, eða hlusta á hana í MP3 spilara. Einnig má spila hana beint af netinu á frelsi.not.is.

Einnig eru til stutt myndbönd með hugmyndum Þjóðveldis.

 

 

This entry was posted in Annað efni and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.