Hljóðbókin „Jákvæða Ferlið“

Þar sem bókin „Ferli hins jákvæða vilja“ var enn ekki tilbúin voru góð ráð dýr. Ég var vissulega búinn að skrifa alla bókina. Hins vegar finnst mér hún of þykk því hún var á fjórða hundrað síður.

Mér fannst þá og finnst enn að hún þurfi að minnka um helming. Auk þess er á stöku stað um endurtekningar að ræða, eða umræða sem fer yfir markið (Overkill).

Þar sem Ferlið er og á að vera einfalt var úr vöndu að ráða. Ljóst var að einhverjar vikur tæki að skera hana niður og umrita og tími hennar því enn ekki kominn.

Mér þótti efnið of veigamikið til að láta það liggja ofaní skúffu vegna sérvisku. Því ákvað ég að vinna bráðabirgða efni og setja á netið. Þannig fæddist „Jákvæða Ferlið.“

Komið hefur á daginn að margir hafa nýtt sér efnið sér til góðs. Ég hef fengið mörg skeyti frá fólki með þökk fyrir efnið og ýmsar fyrirspurnir um atriði sem fram koma í bókinni. Einnig hef ég tekið eftir að hugmyndir sem þar koma fram hafa síðar verið nýttar af öðru fólki sem vinnur með sjálfshvatningu og jafnvel verið bent á það.

Ég vonast til að finna tíma innan skamms til að endurhljóðrita efnið sem var frumsamið veturinn 2012 til 2013. Ég bið hlustandann afsökunar á hljóðgæðum en býð efnið frítt. Slóðin er ferlid.not.is.

Ég vonast til að klára aðal bókina en veit ekki hvenær. Þá er ljóst að Jákvæða Ferlið er notað af ýmsum svo ég hef ákveðið að endurhljóðrita efni þess, en upprunalegu upptökurnar eru í lélegum gæðum. Vinnan við hvorutveggja, bókina og endurgert hljóðvarp, mun þó taka langan tíma, enda ekki launuð vinna og mjög tímafrekt.

Þó má skjóta því hér inn til gamans að ég samdi nýlega sama efni upp á nýtt en á ensku. Ég gerði lista yfir Íslensku kaflaheitin og frumdsamdi nýtt efni – nema á ensku – með sama innihaldi. Í fyrstu var ætlunin að þýða íslenska efnið en ég hætti við það.

Því endursamdi ég efnið sem hljóðbók án þess að bera saman við upprunalegu kaflana. Sú bók heitir „The Process of Positive Willpower.“

Þetta efni er hægt að sækja frítt á útgáfuvef mínum shop.not.is eða hlusta frítt á process.not.is. Ef hlustandi ber saman íslensku og ensku útgáfuna mun berlega sjást að hið íslenska er örlítið á annan veg en hið enska enda ár á milli samningu þeirra beggja með tilheyrandi þróun reynsluheims.

 

 

This entry was posted in Ferli hins jákvæða vilja and tagged , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.