Letihaugur jólasveinn og uppruni Jólasveinanna

Fyrir fáeinum árum bilaði bíllinn minn í Krísuvík, tæpri viku fyrir jól. Þetta var seint um kvöld og ég utan þjónustusvæðis. Því var um eitt að ræða: Ganga framhjá Kleifarvatni upp í Vatnsskarð og hringja eftir hjálp.

jolasaganÞar sem ég geng í myrkrinu, en þetta var rétt eftir ljósaskipti, heyri ég að gengið er á eftir mér og pískrað. Óttaðist ég mjög hvaða draugur væri að gera mér grikk þarna í myrkrinu, en ég lék á drauginn og fangaði hann.

Reyndist þar á ferð sjöhundruð ára gömul tröllskessa að nafni Skröpp, og ásamt eldri systir sinni að nafni Klöpp. Þær systur ákváðu að sýna mér dulheima Krísuvíkur – en þar heitir hún Krýsuvík:

Sjá myndband – vistað á archive.org – sem er fyrsta útgáfa sögunnar.

Jólasagan í Krýsuvík

Í Krýsuvík búa margar vættir, dvergar, álfar og einnig finnast þar vættir goðafræðinnar gömlu. Ekki er frá goð heimum sagt hér, en sýnt hefur mér Krýsuvíkurgoði í þá heima. Þó sýndu þær tröllasystur mér byggðir dverga.

Eftir heimsókn til Dvergaborgar, sýndu þær mér bústað fjórtánda jólasveinsins og konu hans. Þau heita Letihaugur og Slöpp. Slöpp er fyrnagömul tröllskessa og er hún eldri systir Klappar og Slappar:

Letihaugur, Stúfur og Giljagaur útskýrðu fyrir mér hvernig Jólasveinarnir urðu til og hvers vegna þeir galdra fram jólin á hverju ári og mun alltaf gera.

Í ljós kom að Stúfur er fyrsti jafnréttissinni Íslands, því hún er í rauninni Jólastelpa. Í gegnum aldirnar þegar konur höfðu ekki jafnrétti vildi fólk ekki trúa þessu og hafa því ávallt litið á Stúf sem jólasvein. Henni er reyndar sama, en rétt skal vera rétt:

Að lokum buðu þau mér að halda jólin með sér, öllum jólasveinunum, Grýlu, Leppalúða, tröllskessunni Herdísi og hennar ætt, jólakettinum og jólaseppa:

Þannig er jólasagan í Krýsuvík. Meira kann ég að segja þér frá en ekki má segja allt í einu. Sumt er geymt í fjöllunum og annað í kærleika jólanna.

Síðan þetta var fer ég árlega til Krýsuvíkur að hitta vini mína þar og voru þessi myndskeið tekin upp þegar ég fór síðast, fyrir jólin 2012.

Umfram allt er gott að vita að meira býr á Íslandi en augað fær greint, og enn betra að vita það eitt, að hið eina gjald sem Tröllin og Jólasveinar æskja, fyrir að gefa okkur jólin: Er að við séum glöð, að við séum góð hvert við annað.

Vissir þú að þegar jólasveinar halda aftur til fjalla eftir jólin, gægjast þeir á alla glugga þar sem þeir hafa gjafir gefið, og þar sem lítið hjarta eða lítið bros var teiknað í gluggann? Þegar þeir sjá það vita þeir að þar býr gleði og hlýja í hjörtum.

 

 

This entry was posted in Annað efni and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.