Tag Archives: Jólasveinar

Frumspekilegt gildi jólasveinsins

img-coll-0329

Þegar Leppalúði hitti Grænlenska tröllkarlinn Oolaorsoq í fyrsta sinn, stóðu þeir lengi og horfðu í glyrnurnar hvor á öðrum. Álengdar fór Grýla hamskiptum og þóttist vera klettur meðan elsti sonur hennar Letihaugur horfði á feður sína, óvitandi hvað hann ætti að hugsa, og beið. Í leyni á bak við þar næsta fjall lá Grínskaði, eldri bróðir Leppalúða og glóðu í honum glyrnurnar meðan hann beið eftir Tröllkarlaslag. Nokkuð sem gerist … Lesa meira


Trúarofsóknir hinna trúlausu

guyellis copy

Í mínu uppeldi var aldrei haldið að mér trú né heldur latt til hennar. Satt að segja hef ég ekki minnsta grun um andlegt líf foreldra minna. Aðeins hef ég örlitla sýn á andlegt líf ömmu minnar í föðurlegg en hún átti virkan þátt í uppeldi mínu. Satt að segja má túlka sögu okkar Íslendinga og Herúla frá árinu 1000, þegar við fyrst þjóða skilgreindum lagalegt trúfrelsi, sem eina langa varðveislu … Lesa meira


Gáfnaljós og Fræðimenn munu seint fá skilið Grínskaða

img-coll-1534

Hitti í dag tvo bókasafnsfræðinga sem hvorki vissu hvernig sögurnar um jólasveininn urðu til né heldur hvar í völundarhúsinu ég fyndi þjóðsögurnar. Fannst þeim frekar heimskuleg staðhæfing mín að sögur yrðu til við sögusteina í umsjá trölla. Ennfremur hvarflaði ekki að þeim að taka mark á frásögu Letihaugs sjálfs um hvernig hann og Stúfur framkölluðu jólasveinana fyrst. Allir vita nottla hvernig Jólasveinarnir urðu til eða hvernig þeir komast á einni … Lesa meira


Letihaugur jólasveinn og uppruni Jólasveinanna

jolasagan

Fyrir fáeinum árum bilaði bíllinn minn í Krísuvík, tæpri viku fyrir jól. Þetta var seint um kvöld og ég utan þjónustusvæðis. Því var um eitt að ræða: Ganga framhjá Kleifarvatni upp í Vatnsskarð og hringja eftir hjálp. Þar sem ég geng í myrkrinu, en þetta var rétt eftir ljósaskipti, heyri ég að gengið er á eftir mér og pískrað. Óttaðist ég mjög hvaða draugur væri að gera mér grikk þarna … Lesa meira