Tag Archives: Bækur

Letihaugur jólasveinn og uppruni Jólasveinanna

jolasagan

Fyrir fáeinum árum bilaði bíllinn minn í Krísuvík, tæpri viku fyrir jól. Þetta var seint um kvöld og ég utan þjónustusvæðis. Því var um eitt að ræða: Ganga framhjá Kleifarvatni upp í Vatnsskarð og hringja eftir hjálp. Þar sem ég geng í myrkrinu, en þetta var rétt eftir ljósaskipti, heyri ég að gengið er á eftir mér og pískrað. Óttaðist ég mjög hvaða draugur væri að gera mér grikk þarna … Lesa meira


Endurreist Þjóðveldi 2013

hvitblain-kort

Hugmyndin að Endurreist Þjóðveldi fæddist óvart. Sem áhugamaður um heimspeki og trúmál hef ég aldrei haft áhuga á stjórnmálum og lítinn á samfélagsmálum. Ef eitthvað er hafði umræða stjórnmála og ýmissa samfélagsmála gert mig fráhverfan þeim vettvangi. Í raun var það þrennt sem varð kveikjan að viðsnúningi mínum. Þegar ég þróaði „Ferli hins jákvæða vilja“ lærði ég hvernig reiður og bitur maður getur umsnúið eigin persónu til jákvæðrar og skapandi … Lesa meira


Raunir Kornelíu

kornelia

Stutt hljóðbók um afleiðingar kynferðisofbeldis í æsku. Fylgt er eftir ævihlaupi og rakin saga konu sem nefnist Kornelía. Er líf hennar skoðað fram á miðjan aldur. Bókin er eingöngu útgefin sem stutt hljóðbók og er hún frí til lestrar (hlustunar). Bókina má niðurhala frá bókasetri mínu shop.not.is en hún er einnig vistuð á rafrænu Þjóðarbókhlöðu rafhladan.is eða spila beint af media.not.is.  


Varðmenn kvótans

gudjon-img-0173

Sagan af því þegar kvótakerfið var opið fyrir tölvuárásum og maðurinn sem lokaði holunum var látinn víkja. Að góðborgarar Fiskistofu, eyðilögðu frama þessa samstarfsmanns og fór þar fremstur Árni Múli Jónasson þáverandi Fiskistofustjóri. Allar myndir í bókinni tengjast Fiskistofu með beinum eða óbeinum hætti. Bókin er útgefin á Acrobat sniði (pdf) og einnig sem hljóðbók. Acrobat bókinni má hlaða beint niður í tölvuna þína og prenta út. Acrobat sniðið má … Lesa meira