Einelti sigrað á fimm mínútum

Við lifum í samfélagi aumingjadýrkunar. Engum má líða illa og allir eiga helst að brosa allan daginn. Enginn má benda á neitt sem aflaga fer því þá er hann neikvæður.

Undir öllu þessu býr heiftarleg vanlíðan og þúsundir fólks streyma í lausnir – á borð við Ferlið – leitandi að andlegri næringu. Fáir þekkja kyrrð enda er hún bara leiðinleg, og þó þráir fólk kyrrð.

Börn skipta um skóla til að færast úr eineltis ástandi yfir í annað umhverfi. Undir hælinn er lagt að kanna hversu líklegt er að eineltið endurtaki sig. Enginn spyr sjálfan sig hvað það er í fari barns sem laðar eineltið inn í farveg þess.

Enginn má benda á barnið og spyrja hvað veldur. Enginn þorir að spyrja hvort það sé leiðinlegt barn eða dramakenndur einstaklingur sem þolir ekkert áreiti. Nei, það er ekkert að mér, og ekkert að barninu mínu.

Hið sama á við um okkur fullorðna fólkið nema við höfum þykkari skráp.

Ég þoldi einelti á uppeldis heimili mínu. Ég var alinn upp á heimili ömmu minnar sem var góð kona, en börnin hennar eða  föðursystkyni mín, var fólk sem bjó við djúpa innri vanlíðan og óvitandi tóku hana út á minni máttar. Það eru nærri fjórir áratugir síðan og þau myndu ekki gera í dag sem þau gerðu þá. Þetta er í grunninn vandað og gott fólk, en vanlíðan getur valdið vanlíðan.

Hefurðu hent steini í vatnspoll og horft á gárurnar?

Ennfremur hef ég í kjölfar míns dóms orðið skotspónn eineltis. Það ríkir mikil vanlíðan í okkar samfélagi og mikið af fólki lítur svo á að maður sem fellur á þann hátt sem ég gerði sé maður af því tagi sem leggja má í einelti. Svo langt gekk þetta ástand að ég var látinn víkja úr starfi hjá hinu opinbera vegna þess.

Sú saga á þó ekki erindi hér, enda hef ég nýlokið ritun bókar minnar „Fiskisaga af einelti” um þá atburði.

Ofangreint er tekið til þér til vitnis um að ég veit vel hvað einelti er, eðli þess, orsakir og afleiðingar. Ég veit einnig hvernig ég sem barn gat hrist af mér eineltið eins og hundur hristir sig nýkominn inn úr rigningu.

Ég þekki tvo batafarvegi eineltis sem hvergi er fjallað um í fjölmiðlum. Þeir eru svo uppteknir við að klappa fólki á bakið og hvetja samfélag óttans til aumingjadýrkunar að batafarvegur gleymist.

Í „Ferli hins jákvæða vilja” eru tvenn viðhorf notuð til að heila eineltis áhrif, og smíða skráp fyrir þolendur. Bæði viðhorfin eru kraftmikil og þeir sem hafa nýtt sér þau hafa allir breitt veikleika sínum í styrk. Þessi viðhorf er minnst á í Hljóðvarpi Ferlisins, en verða einnig kennt á námskeiðum og eftirfylgni.

 

 

This entry was posted in Ferli hins jákvæða vilja and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.