Ég á mér sýn

Ég á mér engan draum, enga von, né markmið; ég er ekki neitt í hafsins ólgusjó utan eitt lítið tár. En ég á mér sýn, göfuga hreina og skýra, hún er minn vilji og mín braut. Hún er mér vegvísir í myrkri og skýli í vondum veðrum.

Hún er sú að göfgi mannsandans sé myrkri hans meiri og að minn andartaks draumur í fljóti þess góða í mannsins sál sé þess virði að greiða því braut. Minn vilji og mín trú er að reisa með þeim sem deila þessari sýn þann lampa sem gerir manninn þess virði sem hann vonar að hann sé.

Öll heimsins auðæfi, markmið, meiningar, orðastagl og mælingar eru mér einskis virði, því þessi sýn er kompás og vilji sálar minnar nú, áður og verður; og er það minn sáttmáli við hinar heilögu nornir Urrði Verðandi Skuld að bogni ég á þessu skeiði, kem ég sterkari inn aftur, og okkur fjölgandi fer sem lampann reisa.

 

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.