Eitt af því sem við föttum ekki er að ríkishugmynd er hugmynd. Aðal ástæðan er sú að engin önnur hugmynd ríkir yfir okkur og þá sjaldan að skipt hefur verið um ríkiselítuna hefur það kostað byltingu.
Þannig er ríkishugmyndin meitluð í vissan stein í vitund okkar og við tökum hana sem gefna. Taka skal þrjú skýr dæmi sem sýna þetta svart á hvítu.
a) Hinn almenni borgari tekur sjaldan eftir því hvort notað er orðið þegn eða borgari þegar umræðan snýst um hann sjálfan. Þeir sem hugleitt hafa merkingu orðsins þegn vita að það hugtak táknar manneskju sem tilheyrir valdi konungs og er þegn hans. Að sama skapi muna fáir að fram til 17. juní 1944 voru allir Íslendingar þegnar konungs.
b) Þegar rætt er um stjórnarskrá Íslands eða ríkisstjórn Íslands gerist önnur skynvilla og er hún þegar komin fram í þessari setningu. Því Ísland er eyja í Norður Atlantshafi og bæði stjórnarskráin og ríkisstjórnin eru annars vegar ríkisstjórn „Lýðveldisins Ísland“ og stjórnarskrá „Lýðveldisins Íslands.“
Ríkið er hugmynd sem hefur verið samþykkt af þjóðinni og er stjórnarskráin bæði þessi samningur og einnig siðferðissamningur þjóðarinnar við téða kerfishugmynd. Ef þjóðin missti trú á hugmyndina án þess að hún hyrfi þá væri kerfið farið að stjórna fólki sínu annað hvort með valdboði eða dávaldi; með öðrum orðum væri ríkið orðið valdakerfi eða valdstjórn.
c) Eitt sterkasta merkið um að fólk sér ekki muninn á ríkiskerfi sem á trúnað fólksins og ríkishugmynd sem ætti þennan trúnað er þjóðfáninn. Við erum öll alin upp við að trúa því og líta svo á að fáni „Íslenska Lýðveldisins“ sé jafnframt táknmynd eða þjóðfáni þjóðarinnar sjálfrar. Á sama tíma er þjóðfáninn sem fólk valdi sér á tíma frelsisbaráttunnar frá 1880 til 1918 öðruvísi fáni og fólk nefndi Hvítbláann.
Fáni er ævinlega tákmynd þess ríkiskerfis sem annað hvort á landið og þjóðina eða ríkir yfir því með valdi.
Ef fólk þyrfti í dag að kjósa sér nýjan þjóðfána þá myndi ríkisfáni Lýðveldisins njóta yfirburðasigurs og öll umræða um nýjan eða öðruvísi fána yrði púuð niður af þeirri ástæðu einni að fólk trúir að fáninn tákni þjóðina þegar hið rétta er að hann táknar Lýðveldið og það hvernig sannfæring fólks um að sú hugmynd ein komi til greina tröllríður hinum skapandi hugsunarhætti þegnanna.
Skapandi hugsun getur því aðeins fæðst að fólk skilji að hugmyndin sem það velur að trúa eða velur að akta eftir gæti verið röng og að til sé önnur sem hugsanlega sé jafngild. Skilningur á þessu er forsenda þess að í landinu fæðist Lýðræðissamtal og að umræðan sem áður var minnst á breytist í samræðu.
Við öll vitum vel að við veljum oft það sem okkur líkar þó það sé rangt. Þú veist vel að gosdrykkir og nammi er ekki hollt fyrir þig en stundum viltu smá smakk af öðruhvoru hvað svo sem skynsemin segir, en þú veist að þú getur bæði fengið þér tært vatn og epli; þú veist líka að til eru fleiri hugmyndir að snakki.
Þjóðveldið sem hefur hægt og sígandi unnið hjört fáeinna og fjölgandi Íslendinga er byggt á þessari rökræðu. Að þó þú hlýðir valdboði hins spillta Lýðveldis þá getur þú í hjarta þínu og samræðu verið kominn með trúna yfir á annað kerfi, sem þú ert að smíða með öðru fólki.
Fyrir fáeinum dögum var haldið janúarþing í héraðsþingi Suðurlands, Vesturlands og Reykjaness. Þjóðveldið er enn of fámennt til að halda þessi þrjú þing aðskilin. Stjórnarskráin var rædd svo og ástæðurnar fyrir að þingmenn væru til komnir. Farið var yfir stöðuna frá októberþingi og var almenn ánægja með þær framfarir sem verið hafa.
Tökum eftir að engum áróðri eða markaðssetningu hefur verið viðhaldið um Þjóðveldið, hvorki á netinu né annars staðar, utan þær greinar sem ég hef klastrað saman.
Þó fjölgar Þjóðveldisfólki og ein sterkasta ástæðan er stjórnarskráin. Við erum öll einhuga um hana, við höfum öll kynnt okkur hana og við vitum öll að henni verður breytt með Beinu Lýðræði, en þó liggur ekkert á því.
Það er sérstök tilfinning að þessi hugsjón sem fæddist sem innlegg í umræðuna hefur fangað hjörtu annars fólks, svo mjög að höfundurinn flýtur með hinum en ekki öfugt. Ekki síst því þráin sem lá að baki fæðingu þessarar djúpu hugsjónar var sú að egóismi og persónudýrkun væri úrelt fyrirbæri í stjórnmálum og að framtíðin á upplýstri tækniöld hljóti að vera möguleiki allra til beinnrar þáttöku.
Þessi hugsjón fæddist fyrst há Þorsteini Ingólfssyni fyrir sléttum 1.100 árum og varð að fyrsta Þjóðveldi sögunnar þar sem fólk gat valið sér þingmenn með beinu lýðræði og tekið beinan þátt í ákvörðunum á héraðsþingum. Hugsjónin hefur aldrei dáið, svo sem raun ber vitni bæði í Þjóðarsálinni og vel að merkja; hún á heilu hillurnar í bókasöfnum.
Sniðgengi var regla í hinu forna Þjóðveldi og var útfært þannig að héraðsfólk gat sagt sig úr lögum og í lög á milli héraða og þannig fært vald sitt – skattpyngjuna – á milli þeirra sem stóðu sig við stjórnvölinn. Okkar var fyrsta þjóðin sem valdi trúfrelsi og trúarlegt umburðarlyndi með þjóðaratkvæði eftir þess tíma hugsunarhætti og fólk barðist gegn falli þessa ríkis þegar Sturlungar, fjármagnaðir af Evrópsku fé, sóttust efitr að leggja það niður.
Að taka þátt í að ein göfugasta og hreinlyndasta hugsjón sem mannkynið hefur átt er að endurfæðast, hreyfir við mínu smáa kaldlynda.