Hanna Birna og refskák elítunnar

Ég held að Hanna Birna sé fórnarlamb í valdaskák. Það er morgunljóst að Elítan með fjölmiðlasúpuna í broddi fylkingar – ásamt embættaliðinu og skuggavaldinu – er að ýta Hönnu Birnu út af valdaborðinu. Smátt og smátt er verið að eyðileggja mannorð hennar.

img-coll-1331Sjálfur ber ég litla virðingu fyrir henni frá því við vorum skólasystkin og hún ásamt annarri stúlku gengu hart fram í að leggja mig í vont einelti sem ég var mörg ár að jafna mig af.

Ég erfi ekki það sem ég nefndi varðandi æskuna, það er löngu fokið yfir þann hluta. Fólk á það til að kalla yfir sig margt. Ég hef sosum kallað yfir sjálfan mig líka eitt og annað, enda ekki alltaf verið ljúfur í lund . En ég trúi því ekki að hún eigi skilið þá meðferð sem hún er að fá.

Stjórnmálapakkið og elítan er sek um miklu verri hluti en lekamálið. Munum að dómskerfið er ekki enn búið að afgreiða – svo ég viti – kærur varðandi síðustu þingkosningar. Einnig vitum við að dómskerfið hefur dæmt fólk saklaust fyrir glæpi og velur sjálft hvernig á að taka fólk á beinið.

Lekamálið og allir spunar í kringum það eru samsæri og ekkert annað. Ég auglýsi eftir betri þekkingu á því. Einnig mæli ég með því að Umboðsmaður Alþingis taki á stjórnarskrárbrotum frekar en að dansa skottís í fjölmiðlum. Enda væri snjallt hjá UA að fara oní saumana á öllum samskiptum allra ráðherra og aðstoðarmanna þeirra.

Bara sona til að vera viss um að restin af kerfinu sé óspillt. Maður má kannski gefa sér að það sé óspillt?

Fyrst minnst er á samsæri hef ég mikinn áhuga á svonefndu sjálfstæði Seðlabankans. Valdamesta stofnun landsins lýtur aðeins sjálfri sér en ekki þeirri stofnum sem uppnefnist Alþingi og í orði kveðnu á að vera æðsta valdastofnun landsins.

Ég trúi því að á bak við tjöldin sé þessum banka stýrt af fléttu sem rekur sig til Rothschild klíkunnar og að aflandssjóðir sem fela útrásarvíkinga hagnist á því. Sem er sama flétta og er notuð núna til að stinga Argentínu í bakið.

Mér vitanlega hefur enginn rannsakað hvað Már var að gera í Sviss eða hverjir eiga bankann sem hann starfaði hjá þar. Miðað við allt það sem ég hef grúskað og séð aðra grúska þá kæmi mér ekki á óvart þó frekari rannsókn leiddi samsæri í ljós.

Til dæmis kemur í ljós að starf hans hjá bankanum innihélt diplómatastöðu en þeir sem rannsaka banka á borð við Rothschild klíkuna og sambærilegt leiðir í ljós að þessir bankar stunda einungis millibankaviðskipti eða risaviðskipti við fjölþjóðasamsteypur og ríkisstjórnir og að yfirmenn í þeim fá diplómatapassa og venjuleg lög ná því ekki yfir þá.

Ég held þó ekki að Seðlabanka samsærið og Hanna Birna tengist – ég nefni það bara með.

Hins vegar er ég handviss um að verið er að sópa upp þorskinum úr landhelginni á meðan Landhelgisgæslan er í suðurhöfum. Einnig finnst mér áhugavert að verið er að lama Fiskistofu, sem er eina stofnunin sem getur flett ofan af því.

Einnig er áhugavert að Sjávarútvegsráðherra hefur aðstoðarmann sem áður var deildarstjóri hjá Fiskistofu, sem var í námi á Akureyri sem er lítið sjávarpláss á Norðurlandi og þaðan kemur ríkasta útgerðarfyrirtæki landsins; eða stærsti kvótakóngur landsins.

Mér þykir sosum ekkert vænt um Fiskistofu; starfsfólkið þar er upp til hópa siðlaust – að mínu mati – svosem bók mín Varðmenn kvótans tilgreinir þokkalega. Ég læt fylgja með þrjá til fjóra tengla í fréttir til að tengja pistilinn við líðandi stund. Einnig læt ég fylgja stutt myndskeið þar sem ég útskýri þetta betur fyrir lesblindum.

 

Myndskeiðið fer betur í punktana á bak við samsærið:

httpv://www.youtube.com/watch?v=VoZ0AODdfpw

 

Ég lít á Hönnu svipuðum augum og ég lít alla stjórnmálamenn; Stjórnmálamann. Í mínum augum er þetta allt saman eitt stórt psychopata gengi. Hún er þannig séð hvorki betri né verri en hinir.


Ég er hins vegar sannfærður um að verið er að ýta henni út úr elítunni af annarri ástæðu en okkur er sagt. Þeir sem trúa spununum sem valdakerfið er að nota gegn Hönnu Birnu eru sauðir sem ekki hafa fattað hvernig valdakerfi virkar.

Að lokum langar mig að minna á eina hugsun sem mér er sérlega kær og oft kemur upp í hugann þegar rætt er um stjórnvaldskerfi. Hver hefur eftirlit með eftirlitsfólkinu?

 

This entry was posted in Samsæriskenningar and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.