Þú ert hvatningin

Það kemur viss dagur og hann kemur hjá okkur öllum. Sum hafa áður fengið hann í öðru lífi á öðrum stað í tíma og rúmi. Stundum æfum við hann aftur og aftur og aftur og í hvert sinn erum við sterkari, pússaðri og ríkari.

Stundum höfum við þurft að falla, ekki einu sinni og ekki tvisvar heldur jafn oft og við höfum staðið aftur upp.

Í hvert sinn segjum við í fallinu – hvers vegna? Í hvert sinn segjum við liggjandi – ekki aftur. Í hvert sinn sem við stöndum upp – er þetta þitt besta?

Þetta er dagurinn þar sem við gerum mistök eða lífið höndlar okkur óvægilega. Við liggjum og skiljum ekki neitt í neinu. Svo kemur dagurinn þar sem veið segjum við lífið „sendu mér meira: Ég ræð við það. Ég get það.“

Þessi afstaða kemur óhikað, kannski smá kvíði, en óhikað ákveðum við að hætta að láta okkur liða illa yfir óhöppum og erfiðleikum, sama hvernig okkur líði þá muni okkur ekki líða illa yfir að líða illa. Því það kemur ákveðin vissa eða stefna upp í hugann:

Ég stend með þessu góða, þessu sterka og þessu rétta, sem enginn hefur nafn getað gefið, og engu nafni mun verða gefið.

Hinn eilífi dagur í hinu elifa núi, þegar þú þarft ekki lengur hvatningu og fyrirmyndir. Þarft ekki lengur útskýringar, þarft ekki lengur skilning. Því þú skilur. Þú sérð. Þú ert orðin hvatning, bæði þér og öðrum.

Í þessari afstöðu eða viðhorfi hættir að skipta máli hvort þú vitir það sem máli skiptir eða skiljir það sem máli skiptir því þú tekur afstöðu til lífsins sem er sterkari en skoðun annarra eða mælikvarðar annarra. Þannig velur þú að vaxa upp fyrir erfiðleikana.

Þó erfiðleikar séu ekki þægilegir þá hefur maður alltaf val um það hvernig maður sér þá eða tekur við þeim. Maður getur valið að standa hvern dag fyrir sig án tillits til þess hvort draumar fortíðar hafi ræst eða framtíðin sé eins og maður óskar sér eða ekki.

Maður getur með öðrum orðum valið að gera það besta úr deginum í dag og hugleitt hvaða viðhorf til sjálfs sín og lífsins séu þess virði að velja fram yfir þau gömlu gildi sem áður gáfu manni vanlíðan.

Þarna hættir að skipta máli hvort þú last sjálfshvatningu eða hvort þú fylgir lífsskoðun eða einhverjum leiðbeinanda eða hugræktarstefnu, því þinn eigin vilji og þín eigin innri afstaða tekur það að sér óháð því hvað öðrum finnst eða hvað þínum eigin vanmætti finnst.

Þannig verður núið hið eina sem máli skiptir. Núna? Hví ekki?

 

 

This entry was posted in Ferli hins jákvæða vilja and tagged , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.