Uppskriftin að hamingju

Kannastu við alla listana sem við höfum í huganum frá morgni til kvölds og jafnvel í draumum. Hvernig við höfum ímyndir í hausnum og einnig í sálinni sem tákna svo margt sem við hendum oft illa reiður á.

Kannastu við hvernig við reynum að greina niður í alls kyns hugarferla og mynstur allt það sem er að í eigin lífi og annarra.

Kannastu við hvernig við skilgreinum flísarnar út í hörgul en yfirsést á sama tíma eigin bjálki?

Svo gerum við lista yfir markmiðin okkar. Sumir listar varða atriði sem við viljum breyta í eigin fari en aðrir yfir smærri atriði sem við stefnum að, bæði til skamms tíma og lengri tíma litið.

Án þess að gera okkur ljóst eru sumir þessir listir upptalning á mistökum okkar eða á vissan hátt skilgreiningar á takmörkunum okkar. Því algengt er að við erum okkar eigin hælbítar þegar kemur að því að láta drauma okkar rætast. Þegar þú segir í huga þér að eitthvað sé ekki hægt, eða eitthvað sé óraunsætt, eða þér mistakist alltaf – eða bítur á einhvern hátt í hæla þína, þá ertu ekki að segja þér að eitthvað sé mögulegt. Að þú sjáir ekki enn hvernig.

  1. Ef ég finn ástina, verð ég hamingjusamur.
  2. Ef ég eignast meiri penínga þá verð ég lífsglaður.
  3. Ef ég hefði betri menntun væri ég sáttur.
  4. Ef fólk sýndi mér virðingu væri ég ánægður.
  5. Ef ég ætti betri bíl væri lífið gott.
  6. Ef ég ætti stærra og betra heimili hefði ég engin vandamál.
  7. Ef ég ætti stærra sjónvarp nyti ég kvöldanna betur.
  8. Ef ég væri grennri væri ég vinsælli.
  9. Ef ég …

Hefurðu prófað að henda þessum listum? Hefurðu prófað að lifa heilan dag án þess að líta á klukkuna eða án þess að velta fyrir þér hver dagsetningin er? Vissirðu til að mynda að dýrin í kringum okkur taka bara eftir tíð dagsins út frá birtu og árstíðinni út frá blöndu af birtu, hitastigi og ástandi náttúrunnar.

Sjálfur henti ég mínum listum fyrir fáeinum árum, aðallega því ég nennti þeim ekki lengur. Þannig áttaði ég mig óvart á því hversu mikið þeir skilgreindu vanmátt minn en ekki styrk. Hið sama gerðist gagnvart dagatalinu og klukkunni. Ég notaði þetta eins og allir aðrir og hafði án þess að gera mér það ljóst tileinkað mér þessi hugtök sem veruleika.

Hið sama gerðist eins og með listana. Einn daginn nennti ég þeim ekki lengur heldur ákvað að miða við ákveðna hluti í dagatalinu því umhverfi mitt krafðist þess: Aðallega þá að fylgjast með hvenær ég fengi útborgað og hvaða dag væri eindagar á reikningum.

Skömmu síðar fann ég til léttis og frelsis, frá öllum listum yfir takmarkanir og öllum skilgreiningum á hugarburði mannkyns yfir tíðir og tímamælingar. Það var þá sem ég byrjaði að fatta að ég er holdgerving Sálar sem er stærra fyrirbæri en hið litla ég – eða egó. að líkami minn hefur ekki sál, enda er hann ekki nógu stór fyrir hana.

Þarna áttaði ég mig fyrst á því að tími alheimsins er eilífur – eða ælífur – og að sál mín er hluti einhvers stærra mengis. Þá fyrst fór ég að sjá egóin fyrir það hvað þau eru. Þá fóru þau að missa tangarhald sitt á markmiðum mínum og árangri, því þau takmarka vald sálarinnar yfir örlögum okkar (our destiny).

 

 

 

This entry was posted in Ferli hins jákvæða vilja and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.