Stjórnarskrá er sáttmáli þjóðar um lög sín

Fyrst þegar hugmyndin vaknaði að stjórnarskrár drögum jókst hjartsláttur og þyngdist brún. Íslenska lýðveldið hefur notað stjórnarskrá frá 1944 sem samþykkt var á þjóðfundi á Þingvöllum.

Síðan hefur mikil umræða farið fram á landinu og sýnist sitt hverjum. Grunnur þeirrar gömlu er hálftíma lesning, er byggð á stjórnlögum sem Danir gáfu og eru barn síns tíma. Ekki fannst mér viturlegt að slást í hóp mér færari og viturri manna.

Þó var ekki hjá því komist. Sú umræðuskata sem fram fór árið 2012 um Stjórnlagaráð og síðar Stjórnlaganefnd hófst árið 2009 að undirlagi þáverandi óstjórnar.

Kosninga farsinn sem fram fór haustið 2012, kosningareglur sem enginn gat skilið, vélar til talningar sem enginn vissi hvernig voru forritaðar, dómur Hæstaréttar gegn kosningunum og algjör skortur á almennri umræðu innan samfálagsins.

Hér má skjóta inn að Hæstiréttur var snöggur að ógilda þær kosningar á grundvelli einnar kæru. Alþingiskosningar Lýðveldisins vorið 2013 hafa fimm til fimmtán kærur, óafgreiddar. Hver ræður og hverra hagsmuna er gætt?

Stóra spurningin í mínum huga var frá upphafi þessi: Ef þjóðin semur ekki stjórnarskrá, hver gerir það þá? Sérstaklega ef hún er matreidd ofan í þjóðina og markaðssett á grundvelli fimm atriða, hvað er þá verið að selja undir borðið?

Langt mál er að rekja þessa hluti nánar. Ég hef frá upphafi ræðu minnar um Endurreist Þjóðveldi lofað því að draga kjarna þess saman í stjórnarskrár drög sem leggja mætti fram til umræðu. Vil ég því draga fram tvo punkta:

  1. Í engu vil ég leggja þessi drög fram sem niðurnjörvaðar skoðanir heldur sem tillögur að umræðu.
  2. Ef hinn almenni maður fær ekki að tjá sig um stjórnarsáttmála þjóðar við ríkiskerfi, hver stjórnar þá lýðræðinu?

Með þessum drögum: „stjornarskra-thjodveldis.pdf“ líkur umfjöllun minni um beint lýðræði og þá sögu sem þjóð okkar á en of margir hafa gleymt, að mínu mati.

Ég hvet lesendur mína til að prenta drögin út og dreifa þeim sem víðast. Þannig skapast samræða þjóðar.

Sem fyrr segir, eftir þrettán mánaða baráttu fyrir þessari umræðu neyðist ég til að snúa mér að öðru.  Fáeinar greinar sem ég ritaði áður á gudjonelias.blog.is eiga eftir að rata inn á vefinn. Það mun því líta út fyrir að ég sé ekki hættur að skrifa um þetta efni en ég er hættur að skrifa nýtt efni.

 

 

 

This entry was posted in Þjóðveldi and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.