Tag Archives: Raunlýðræði

Að sjá gerist fyrir náð ef maður dregur frá

img-coll-0110

Það eru tvenn meginöfl sem berjast um huga og hjörtu mannkyns. Margir halda að barist sé um áþreifanlega hluti svosem yfirráð yfir löndum og eignum, enda virðist það svo á yfirborðinu sem notað er til að fóðra okkur. Mörgum yfirsést hins vegar að hin raunverulegu átök gerast inni í höfðum okkar sjálfra. Við sjáum oft ekki það sem er hulið á bak við örþunna filmu skilnings okkar. Enginn fæðist í … Lesa meira


Allt er hugmyndum háð

img-coll-0068

Þegar hinum almenna manni er gefinn kostur á að bera ábyrgð og sýna hvað í honum býr mun hann standa sig jafn vel og fræðingar og sem best hugsandi menn. Jafnvel betur því hann á skýrari hagsmuna að gæta. Fræðingar eiga það ennþá til að pissa upp í vindinn, svo mjög að almenningi blöskrar. Gleymum ekki að menntun hins almenna stúdents nútímans er á pari við menntuðustu menn liðinna alda. … Lesa meira


Hið heilaga orðagjálfur

img-coll-0130

Atkvæði þitt í kosningum er ávísun á vald þitt. Þegar þú gengur inn í kjörklefa velur þú hver eigi að höndla ávísun þína næstu fjögur ár. Þú velur fulltrúa þinn, eða handhafa valds þíns, af lista sem var valinn fyrirfram. Þú hefur engin áhrif á hvernig það val fer fram. Þegar þú velur handhafa valds þíns þá hefurðu tvennt til að miða við. Annars vegar sögu þessa handhafa undangengin fjögur … Lesa meira


Leiðtoginn er úreltur

img-coll-1162

Hjarðhegðun er hið náttúrulega úrval spendýra. Við fylgjum sjálfkrafa þeim aðila sem virðist hæfastur til að leiða okkur til betri afkomu. Þetta náttúruval gerist sjálfkrafa innra með okkur og er mjög erfitt að stjórna því með innri rökræðu. Þú vilt ekki vera viljalaust dýr sem lætur ókennda náttúru leiða þig áfram en alveg sama hvað þú reynir, þá sérðu þetta ævinlega eftirá. Hve margir einstaklingar í sögu þinni, hvort sem … Lesa meira


Mannréttindahugtak eða veruleiki

img-coll-1020

Fyrir sjö heilögum árum síðan var ég venjulegur Íslendingur sem vann mín störf, víkkaði smám saman út þægindahringinn, og undi sáttur við Guð og menn, aðallega Guð. Svo hrundi mín prívat veröld og hluti hennar var lagður í dóm götunnar, sem var sárt. Eins og allir vita getur vont orðið vani þegar skrápurinn þykknar og við vitum að oft þarf að bíta á jaxlinn, setja undir sig hausinn, berja sér … Lesa meira


Stjórnarskrá er sáttmáli þjóðar um lög sín

hvitblain-kort

Fyrst þegar hugmyndin vaknaði að stjórnarskrár drögum jókst hjartsláttur og þyngdist brún. Íslenska lýðveldið hefur notað stjórnarskrá frá 1944 sem samþykkt var á þjóðfundi á Þingvöllum. Síðan hefur mikil umræða farið fram á landinu og sýnist sitt hverjum. Grunnur þeirrar gömlu er hálftíma lesning, er byggð á stjórnlögum sem Danir gáfu og eru barn síns tíma. Ekki fannst mér viturlegt að slást í hóp mér færari og viturri manna. Þó … Lesa meira


Nýtt Ísland í hnotskurn

img-coll-0296

Það fyrsta sem þú hugsar við fyrirsögn á borð við „Endurreist Þjóðveldi“ er „afturhvarf til forneskju.“ Þú hefur rétt fyrir þér, og um leið er hugur þinn blekktur. Hugsjónin fyrir endurreist Þjóðveldi er þess eðlis að ekki er hægt að taka afstöðu eftir fyrirsögn eða fimm mínútna tímaritsgrein. Höfum í huga að flest skrif á Vefnum eru í eðli sínu tímaritsgreinar. Þó má vekja spurningar og leyfa lesandanum að svara. … Lesa meira


Ekki gamalt heldur nýtt

img-coll-0207

Hugmyndin að nýju Íslandi er ekki ný af nálinni. Þessi hugmynd birtist, á því sem næst hverri öld frá landnámi. Við megum ekki gleyma því að Íslenska þjóðin fæddist vegna þess að nýbúar árið 900 vildu nýtt land og nýtt samfélag. Við erum svo upptekin af því að rífast og jagast – um misstór málefni – að við gleymum því hvaðan við komum. Við gleymum því að gildin sem þjóðin … Lesa meira