Tag Archives: Frelsi

Við erum sjálfsnægari en við trúum

img-coll-0198

Ef maður skoðar kolavinnslu í Appalachia fjöllum, Borneo eða kolahéruðum Kína sést nokkuð sem meginfjölmiðlar sýna helst ekki. Þeir sprengja ofan af heilu fjöllunum og nánast jafna þau við jörðu til að massmoka kolum upp. Þetta er stór iðnaður, að vinna kol og drífa áfram stóriðnað erlendis. Ein virkjun fyrir litla verksmiðju á Bakka við Húsvík er lítill dropi í samanburði. Ég hef fylgst með því sem er í umræðunni … Lesa meira


Dávald að ofan eða draumur að innan

img-coll-0156

Nútímalíf Íslendingsins er álíka spennandi og líf svartra þræla í Bandaríkjunum rétt fyrir þrælastríð. Hljómar kannski langsótt því þeir voru eign annarra manna en við erum það ekki. Þeir voru ómenntaðir en við erum menntaðir. Þeir áttu ekkert og við eigum helling. Þeir gátu ekki ferðast en við getum ferðast. Hvert einasta heimili er skuldsett langt umfram eignir. Þær litlu eignir sem heimilin hafa eru veðsett langt umfram verðgildi. Sum … Lesa meira


Að sjá gerist fyrir náð ef maður dregur frá

img-coll-0110

Það eru tvenn meginöfl sem berjast um huga og hjörtu mannkyns. Margir halda að barist sé um áþreifanlega hluti svosem yfirráð yfir löndum og eignum, enda virðist það svo á yfirborðinu sem notað er til að fóðra okkur. Mörgum yfirsést hins vegar að hin raunverulegu átök gerast inni í höfðum okkar sjálfra. Við sjáum oft ekki það sem er hulið á bak við örþunna filmu skilnings okkar. Enginn fæðist í … Lesa meira


Einfalt er bezt, nema flókið sé betra

img-coll-0137

Ég skráði mig í sjálfstæðisflokkinn því mér þótti virðing ríkja þar fyrir festu og öfgaleysi. Þar væri virðing borin fyrir skoðunum annarra og málefnaleg rökræða sterk. Ég hélt Sjálfstæðismenn virða lýðræðislega niðurstöðu og samræðu. Kjarni sjálfstæðisflokksins vill sýna samfellda heild út á við. Þó margir félagar séu flokknum ósammála í mörgu virðist samstaðan sterk. Í heildina var ég meira sammála þessum flokki en nokkrum hinna en einnig hrifinn af þessari … Lesa meira


Stjórnarskrá er sáttmáli þjóðar um lög sín

hvitblain-kort

Fyrst þegar hugmyndin vaknaði að stjórnarskrár drögum jókst hjartsláttur og þyngdist brún. Íslenska lýðveldið hefur notað stjórnarskrá frá 1944 sem samþykkt var á þjóðfundi á Þingvöllum. Síðan hefur mikil umræða farið fram á landinu og sýnist sitt hverjum. Grunnur þeirrar gömlu er hálftíma lesning, er byggð á stjórnlögum sem Danir gáfu og eru barn síns tíma. Ekki fannst mér viturlegt að slást í hóp mér færari og viturri manna. Þó … Lesa meira


Ein hugsun, eitt skref

img-coll-0067

Það er auðvelt að segja „lífið er fullt af tækifærum“ og minnsta mál að tala við aðra eins og maður viti þetta. En ef þú í leyni hugsar stundum á þá leið að ekkert nýtt sé að gerast í lífi þínu, að þú sért í sömu sporum, að tækifærin séu ekki að koma til þín, þá veistu þetta ekki í raun. Ástæðan er einföld – eins og allt í Ferlinu. … Lesa meira


Litadýrð í blómagarði

img-coll-0204

Ég var svo lánsamur sem ungur piltur að alast upp í sveit. Ég var einnig svo lánsamur þegar ég var drengur, að komast að því að til var samkynhneigt fólk. Ennfremur var ég svo lánsamur að mér var kennt af fullorðna fólkinu að bera virðingu fyrir fólki sem er öðruvísi en ég sjálfur. Þegar ég var drengur fannst mér þó óþægilegt að til væru drengir sem þættu aðrir drengir sætir. … Lesa meira


Fangelsi hjartans og Hjólfar hugans

ferlid-014

Frelsi er eitthvað sem við öll elskum. Frelsi til að ferðast, frelsi til að trúa, frelsi til að kjósa, frelsi til að eiga okkar eigið. Við viljum vera frjáls og við viljum ekki láta hefta okkur í neinu. Við þolum ekki þegar aðrir binda okkur á klafa og þrengja að okkur. Við þolum ekki þegar við erum blekkt til að veita málstað brautargengi í  stjórnmálum og vera lítilsvirt með sviknum … Lesa meira