Hugurinn er háður aðstæðum og innri veröld

Síðla vetrar 2013 þurfti ég að vinna úr erfiðu máli og það lá þungt í. Ég neyddist til að færa gamla bílinn minn inn í garð svo hann yrði ekki dreginn daginn eftir.

Myndin er af Landrover hræi úti í sveitÉg á garðinn en ekki götuna og þar sem búið var að klippa af honum hafði Heilbrigðiseftirlitið sett miða á bílinn.

Ég hafði tíu daga til að setja bílinn á númer eða fjarlægja hann að öðrum kosti. Ég dró það eins og ég gat að færa bílinn.

Hann situr alltaf í sama stæðinu úti í götu, eftirlitið veit að hann á heima þarna, hvaða máli skiptir hvort hann er númerslaus eða ekki þegar hann stendur í stæðinu sínu?

Vita þeir ekki að ég væri með hann á númerum ef ég hefði efni á því? Gátu þeir ekki bankað uppá þegar þeir fyrst klipptu af og tveim vikum síðar límdbu hótun? Eru samskipti okkar smáa samfélags orðin svo stofnanakennd og yfirborðsleg stífni? Eru samskipti orðin að fyrirhöfn?

Svona fóru hugsanir í hringi og bættust við aðrar. Þessi mánuður var erfiður og mjög naumt í veskinu. Þetta var afmælismánuðurinn því nú voru slétt þrjú ár síðan ég varð atvinnulaus. Ég var á launum til 1. apríl 2010 en ég var látinn hætta miðjan desember 2009. Allt það mál hefur sigið á sálin.

Sérstaklega var þungt í því ég var að ljúka við ritun bókar um það leiðindamál. Hún heitir „Varðmenn kvótans – Fiskisaga af einelti“ og er gefin út sem hljóðbók. Hún er einnig sniðin í prenthæft form (pdf) sem auðvelt er að lesa á skjá. Efni bókarinnar er mér þungbært en það var nauðsynlegt að ljúka henni.

Það er auðvelt að detta ofan í neikvæðni og svartsýni. Maður getur auðveldlega dottið ofan í pytt sjálfhverfra sífurshugsana sem draga mann bara meira niður.

Ekkert mun ganga, það þýðir ekkert að halda áfram, allt er gegn mér, og svo framvegis. Áður en maður veit af er maður fastur í gömlu neikvæðu hjólfari hugans sem dregur mann inn í fortíðarþjáningu sem átti að heita afgreidd.

Þess vegna er ég svo hrifinn af Ferlinu, og myndi hjálpa öðrum að nota það. Í morgun stóð ég úti í garði og sá ekki sólina. Skyndilega tók ég eftir því að hugur minn var ekki sá sem ég vil að hann sé. Andartaki síðar spurði ég sjálfan mig „hvernig höndlar Ferlið svona hugsanir?“

  • Þú telur þær blessanir sem þú hefur. Þú horfir ekki á það sem þig skortir eða var frá þér tekið.
  • Þú velur gleðipunkta í deginum, frekar en að ala á reiði.
  • Þú leyfir tímanum að vinna með þér, og minnir þig á tilgang þinn.
  • Þú ferð yfir gildi þín í huganum og rifjar upp hvers vegna þau skipta þig máli. Þú minnir þig á að þó heimurinn skilji þau ekki þá er hann ekki vondur.
  • Þú skoðar farveg þinn og horfir á þau skipti sem þú stóðst þig vel, þú gáir að þeim blessunum sem lífið hefur sent þér. Þannig rifarðu upp að þær verða fleiri. Þú sérð þá líka hvernig hjálpin var næst þegar neyðin var stærst.
  • Þú listar í huganum þá sem standa með þér, líka þessa leiðinlegu, og þakkar í huganum fyrir vinarþel. Þannig minnir þú þig á kærleikann og byggir hann upp.
  • Þú vakir yfir þunglyndishugsunum þínum og viðheldur þeirri venju að umbreyta þeim, þannig sigraðirðu þunglyndið.
  • Þú ferð yfir það sem þú getur gert og sættir þig við það sem þú getur ekki gert. (Æðruleysisbænin).
  • Þú rifjar upp þau atvik þar sem þú stóðst af þér áföll og ágjafir.
  • Þú hringir í vin ef ofangreint tekst ekki.

Ég gæti gert lista í allan dag en þessi dugar. Það sem mér finnst mest um vert er breytingin sem varð á innan við tveim mínútum og hefur varað í allan dag, utan smástund nú seinnipartinn að ég þurfti að hugsa mig um. Í það sinnið notaði ég aðra aðferð úr Ferlinu.

Ég var ekki þunglyndur lengur og var andartak að vippa mér upp úr hugarþeli depurðar. Hugarþel sem ekki er til komið vegna þunglyndis heldur vegna aðstæðna í apríl sem eru mér einstaklega erfiðar.

Þegar ég var verstur af þunglyndi fyrir tveim árum var næstum því vonlaust fyrir mig að berjast við þetta hjólfar nema með gríðarlegu taki. Innan árs hafði ég heilað þunglyndið svo að vonleysis hugur og sjálfsvígshugsanir linuðu takið og daglegt líf var aftur bærilegt. Jafnframt tókst að smíða hugsanir, eða hugsanalykla, sem virka til að halda mér við efnið.

Síðan þetta var hef ég breytt framsetningu ferlisins. Ég lagði niður lénið ferlid.is og er allt efni þess komið hingað á hreinberg.is auk þess sem Jákvæða ferlið er á ferlid.not.is – en það er hljóðbók um helstu þætti Ferlisins. Einnig hef ég samið sama efni á Ensku og gefið út á process.not.is en það kallast Process of Positive Willpower.

Þetta er eini sjálfshvatningarkúrsinn af sínu tagi í heiminum. Auk þess sem höfundurinn er ekki yfirborðsfínn, hálffullkominn í framsetningu og með svör við öllu, eins og snillingarnir í hinum kúrsunum. Hann ætlar heldur ekki að kenna nemendum sínum neinar uppskriftir: Heldur að kveikja sitt eigið ljós, síns eigin innra ferlis. Aðferð sem gerir þig kraftmeiri og jákvæðari en nokkur önnur aðferð getur gert.

 

Þessi grein var fyrst rituð í apríl 2013 og birt á gudjonelias.blog.is.

 

 

 

This entry was posted in Ferli hins jákvæða vilja and tagged , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.