Skilgreining á sturlun: Samtíminn

Sælir eru sturlaðir því þeir vita ekki að þeir eru sturlaðir og sjá því aðeins sturlun annarra. Því hlýt ég líka að vera sturlaður, og þar af leiðandi alsæll, enda meðlimur hamingjusömustu þjóðar í heimi.

Skilgreining á samtímanum: forseti öflugasta herveldis sögunnar og verstu stríðsglæpaþjóðar frá upphafi hernaðar er handhafi friðarverðlauna Nóbel, sem aftur byggja auð sinn á einkaleyfum á sprengiefnum sem notuð eru í stríðstól.

Íslenska þjóðin kýs aftur og aftur stjórnmálafólk sem lýgur, sem gefur bankaveldinu nokkur hundruð þúsund milljónir, sem síðan lætur Sýslumenn bera fjölskyldur á götuna svo banksterarnir geti jafnað út eignakladdann og grætt meira, og lögregluÞJÓNAR elítunnar framfylgja „ólögum eyða.“

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.