EES brýtur þjóðarsáttmálann

Lestu samantekt EES samningsins og lestu svo stjórnarskrána frá 1944. Lestu svo almenn hegningarlög, og notaðu svo Netið: Athugaðu hverjir samþykktu þennan samning sem er hrein landráð.

Ég er á móti því að Lýðveldismafían tróð alþjóðasamningi og valdaafsali upp á þjóð sem krafðist þess að geta kosið um samninginn. Samning sem þar að auki er brot á samningi stjórnkerfis við þjóðina.

Er til yfirlit yfir hversu mörg lög frá Brussel eru sjálfkrafa gild á Íslandi í dag?

Það er ekki að ástæðulausu, sú margsagða fullyrðing mín að stjórnkerfið hefur tekið vald yfir þjóðinni og er bæði að kúga þjóð sína og einnig að svíkja grundvallar samning sinn við hana. Valdakerfi lýðræðis á að hlýða þjóð sinni, en ekki öfugt.

Ég hef ekki kynnt mér kosti og galla EES samningsins í heild en í grundvallar atriðum myndi ég sem einstaklingur kjósa gegn honum.

Sjálfur er ég algjörlega á móti inngöngu í sovétríki Evrópu. Afstaða mín í því máli er fyrst og fremst fólgin í því að ég vil algjört sjálfstæði Íslenzku þjóðarinnar til að ráða sínum málum sjálf og græða eins og hún getur á sérstöðu sinni sem er mikil.

Einnig er afstaða mín byggð á því sem ég hef kynnt mér á Evrópskum miðlum varðandi framkomu þessa sambandsríkis og ennfremur vegna einnar risastórrar spurningar sem ég hef hvergi séð svarað.

Þegar Sambandsríki Norður Ameríku klofnaði í tvennt árið 1860 upphófst blóðug borgarastyrjöld til fimm ára, sem stóð ekki um þrælahald þó upphafið snérist um þrælahald. Deilur um þrælahald snérust bæði um mannréttindaskilning og um efnahagsmál því ríkin í Suðri byggðu efnahag sinn á þrælahaldi og óttuðust breytingar.

Deilan varð svo hatrömm, á um tuttugu ára tímabili, að hún endaði á því að þrælaríkin klufu sig frá sambandsríkinu og stofnuðu sitt eigið. Abraham Lincoln snérist öndverður gegn þessum klofningi og hélt því fram að ríki hefðu ekki rétt til að kljúfa sig fra sambandsríkinu.

Aðeins væri hægt að ganga í það en ekki úr því aftur.

Þessi deila endaði á stríði og ég óttast að sú staða muni fyrr eða síðar koma upp í Evrópu. Nú þegar sést örla á slíkum hugleiðingum í grasrót og lágpólitík Evrópu, en mjög lágvært því menn óttast afleiðingarnar; að sambandið klofni í Miðjarðarhafs ríkin og Norður Evrópuríkin.

Sá sem ekki óttast afleiðingarnar veit ekkert um styrjaldagleði þessarar álfu síðustu 2000 árin. Einnig má ekki gleyma því að stjórnmála flokkur sem berst af alefli fyrir útgöngu Bretlands úr sambandsríki Evrópu vex ásmegin árlega og margir óttast að Bretar muni kljúfa sig frá.

Til gamans má geta þess, fyrst minnst var á Abraham Lincoln, sem er einn mest dáðu forseta Bandaríkjanna, að hann er höfundur setningarinnar „might makes right“. Sem er utanríkis og efnahagsstefna Bandaríkjanna í hnotskurn.

Hvað allt þetta snertir er ég ekki viss hvað þjóðin mun ákveða þegar Þjóðveldi rís. Mín skrif snúast svo gríðarmikið um Endurreist Þjóðveldi – sem í mínum huga er samnefnari Beins lýðræðis og Fjárhagslegs sjálfstæðis – að ég vil skýra afstöðu mína enn frekar: Ég mun standa með ákvörðun sem þjóðin tekur með beinu lýðræði, hiklaust.

Þannig séð, þó ég vilji ekki ganga í sambandið, þá vil ég Beint lýðræði; Þetta er sitt hvort baráttumálið. Annað þeirra er persónulegt, hitt er málefnalegt.

Að þessu sögðu, bíðum með Evrópumálin þar til við sjáum hvort sambandið sé að klofna, einnig hvort Evran sé hrunin (allir sem ekki keyptu spunann vita að dollarinn er betri) og skilgreinum hvers virði sjálfsákvörðunarréttur okkar er.

Rétt í blálokin, þar sem grein mín er svar við tengdri frétt: Hverjum er ekki sama þó lýðveldismafía sem kúgar þjóð sína, brýtur stjórnlagasáttmála sinn við þjóð sína, og þaggar, kúgar og mannréttindabrýtur þegna sína, brjóti alþjóðasamning sem er stjórnarskrárbrot?

Þetta er ekki valdakerfi þjóðarinnar, ekki í raun og veru. Þjóðin ræður engu, en það kemur þegar hún fær nóg og fattar hvers virði hún er.

 

 

This entry was posted in Þjóðveldi and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.